Fréttir

Fréttamynd

Ein eftirlitsmyndavél á hverja 14 Breta

Í Bretlandi fylgist ein eftirlitsmyndavél með hverjum fjórtán íbúum, og það er von á fleirum. Formaður bresku Persónuverndarinnar óttast að Bretland sé orðið að því eftirlitsþjóðfélagi sem George Orwell sá fyrir í bók sinni 1984.

Erlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í árs fangelsi og sýknaði annan fyrir ávana- og fíkniefnabrot. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdómur Reykjavíkur. Mönnunum var gefið að sök að hafa haft í sinni vörslu rúm sjötíu grömm af hassi.

Innlent
Fréttamynd

Kenna stúlkunni sjálfri um hópnauðgun

Fjórir grískir skólapiltar hafa verið ákærðir fyrir að hópnauðga búlgarskri bekkjarsystur sinni. Íbúar þorpsins sem þetta gerðist í, segja að þetta hafi verið stúlkunni að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Óttast blóðsúthellingar á hinsegin dögum

Enn er verið að draga víglínur í Jerúsalem, en að þessu sinni eru þær á milli strangtrúaðra gyðinga og samkynhneigðra. Búist er við að 8000 manns taki þátt í skrúðgöngu "Hinsegin daga" í borginni helgu hinn tíunda þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Enginn vöxtur í Bandaríkjunum

Framleiðni stóð í stað í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er þvert á væntingar greiningaraðila, sem spáðu því að framleiðni myndi aukast um 1,1 prósent á tímabilinu. Þetta eru sögð fyrstu merki um að hægt hafi á efnahagslífinu vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur vegna morðöldu í Napólí

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, fór til neyðarfundar í Napólí, í dag, til að leggja á ráðin um hvernig sé hægt að stöðva öldu morða sem gengið hefur yfir borgina undanfarnar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Kaup á lettneskum banka gagnrýnd

Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Blair vill ekki rugla saman Guði og Darwin

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir í viðtali við tímaritið New Scientist, að hann yrði áhyggjufullur ef sköpunarsagan yrði kennd sem raunvísindi, í breskum skólum. Sköpunarsagan er sú kenning Biblíunnar að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greiningaraðila, sem engu að síður bíða þess sem bankinn gerir á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í desember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveggja mánaða dómur fyrir þjófnað

Síbrotamaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn í tvo bíla og haft þaðan á burt ýmis verðmæti. Fram kemur í dómnum að ákærði hafi játað brot sín en hann á að baki nær samfelldan sakaferil frá árinu 1990 og hefur hlotið 24 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot.

Innlent
Fréttamynd

Vanhirtir hestar í Dalabyggð

Héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður Dalabyggðar segja að hross gangi eftirlits- og heylaus á bæ í Dalabyggð. Þeir segja eigandur hrossanna, sem ekki eru búsettir í sveitarfélaginu, ekki hafa sinnt ítrekuðum beiðnum þeirra um betri umhirðu

Innlent
Fréttamynd

Mjög samviskusamur næturvörður

Pólskur innbrotsþjófur hringdi og bað lögregluna að bjarga sér eftir að næturvörður réðst á hann, vopnaður exi, og barði hann til óbóta.

Erlent
Fréttamynd

Heildarlaun karla innan SGS yfir 40% hærri en kvenna

Meðalheildarlaun karla sem eru félagar í einhverju aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta leiðir ný könnun sem Capacent Gallup vann í september.

Innlent
Fréttamynd

Leit að skipverja hætt á Eystrasalti

Leit hefur verið hætt að skipverja sem féll útbyrðis þegar sænskt flutningaskip sökk í Eystrasalti í gærkvöld. Ofsaveður og stórsjór voru á þessum slóðum þegar neyðarkall barst frá skipinu og skömmu síðar valt það.

Erlent
Fréttamynd

Íraksforseti vill hafa bandaríska herinn 2-3 ár til viðbótar

Íraski forsetinn Jalal Talabani sagði í morgun að bandarískar hersveitir ættu að vera í landinu allt að þrjú ár í viðbót svo að lögregla á svæðinu geti byggt upp starfsemi sína. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem hann hélt við upphaf vikuferðalags um Frakkland.

Erlent
Fréttamynd

Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar

Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr soldán skipaður í Nígeríu

53 ára gamall ofursti úr nígeríska hernum, Mohammed Sada Abubakar, hefur verið skipaður soldáninn af Sokoto. Sá er gegndi embættinu á undan honum lést í flugslysi í Nígeríu þann 29. október síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Panama í Öryggisráðið

Panama verður líklega fulltrúi Suður-Ameríku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á næstunni. Gvatemala og Venúsúela höfðu barist hatrammlega um sætið síðustu misseri en eftir 47 atkvæðagreiðslur án niðurstöðu ákvöðu löndin að best væri að þriðja landið tæki sætið.

Erlent
Fréttamynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs hefur batnað frá síðasta ári. Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 43,9 milljörðum króna sem er 29,3 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Að undanskildum tekjum ríkissjóðs vegna sölunnar á Landssímanum hf. hækkuðu tekjurnar um 28,6 milljarða krónur á milli ára. Gjöld ríkissjóðs stóðu hins vegar í stað á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að breytingar á vali á rektor á Bifröst og í HR

Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna (BÍSN) hvetur stjórn Háskólans á Bifröst til að endurskoða nýlegar breytingar á reglum um val rektors. Jafnfram hvetur stjórnin háskólaráð Háskólans í Reykjavík til þess að huga að breytingum á reglum sínum við val á rektor nú þegar núverandi rektor hverfur til annarra starfa.

Innlent
Fréttamynd

Eins árs fangelsi fyrir hnífstungur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar sem níu mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrr árinu.

Innlent
Fréttamynd

Eggert boðaður á fund mannréttindanefndar

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir því við Eggert Magnússon, formann Knattspyrnusambands Íslands, að hann mæti á næsta fund nefndarinnar til að ræða launamun kynjanna hjá karla- og kvennalandsliðum Íslands.

Innlent