Steinmeier biðst afsökunar á 300 þúsund morðum Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði í dag mikla skömm og baðst afsökunar á morðum sem samlandar hans frömdu á frumbyggjum í Tanzaníu á fyrri hluta 20. aldar. 1.11.2023 21:36
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1.11.2023 20:25
Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. 1.11.2023 18:49
Ófæddur sonur Kardashian kominn með óvenjulegt nafn Trommuleikarinn Travis Barker, eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian, leysti frá skjóðunni hvað ófæddur sonur þeirra ætti að heita í hlaðvarpsþætti á dögunum. 31.10.2023 23:40
Hrópaði „þið munuð öll deyja“ og var skotin átta sinnum Lögreglumenn í París skutu konu klædda hijab svo hún hlaut lífshættulega áverka eftir að hún hrópaði orðin „Allahu Akbar“ eða „Guð er máttugastur“ og „þið munuð öll deyja“ í lestarstöð í borginni í morgun. 31.10.2023 22:22
Egyptar hyggjast opna landamærin fyrir særða Palestínumenn Egyptar hyggjast opna fyrir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar á morgun til þess að hægt verði að flytja Palestínumenn sem særst hafa í árásum Ísraela til aðhlynningar í Egyptalandi. 31.10.2023 20:43
Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31.10.2023 19:43
Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31.10.2023 19:12
Fjögurra bifreiða árekstur Sjúkralið og lögregla voru kölluð til í dag vegna fjögurra bifreiða áreksturs í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ í dag. 31.10.2023 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Við ræðum við framkvæmdastjóra Blá lónsins í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en hann segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31.10.2023 17:57