Vilja breyta stjórnarskrá svo átján ára geti orðið forseti Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. 23.1.2024 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viðbúið er að húsnæðisverð hækki þegar Grindvíkingar koma inn á fasteignamarkaðinn að sögn fjármálaráðherra. Hagfræðideild Landsbankans segir hækkunina meðal annars fara eftir því hvort gripið verði til skuldsetningar eða skattheimtu. 23.1.2024 17:54
Ljósmyndir úr flugi RAX yfir Grindavík Ljósmyndarinn RAX flaug yfir gosstöðvarnar við Grindavík í dag og myndaði sprungurnar og þann hluta bæjarins þar sem hraun flæðir nú. 14.1.2024 21:23
Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. 14.1.2024 20:26
Fólk fari ekki að gosinu: „Nýtið orkuna ykkar í eitthvað annað“ Miklar varúðarráðstafanir hafa verið í gildi frá upphafi eldgossins við Grindavík í morgun. Björgunarsveitarmaður biðlar til fólks að koma ekki að svæðinu. 14.1.2024 20:13
Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. 14.1.2024 19:48
Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. 14.1.2024 18:31
Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“ Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum. 14.1.2024 04:29
Órói við Grímsvötn farið hratt vaxandi í kvöld Órói við Grímsvötn hefur farið hratt vaxandi nú í kvöld. Má gera ráð fyrir að hlaupið sé að nálgast hámarksrennsli úr vötnunum, en því hafði verið spáð að það myndi gerast nú um helgina. 14.1.2024 00:12
Aurskriða varð minnst 34 að bana Að minnsta kosti 34 létust og tugir slösuðust þegar aurskriða féll á fjölförnum þjóðvegi í Kólumbíu í gær. 13.1.2024 23:53