Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Utanríkisráðherra Bretlands heimsótti Ísland í dag og fundaði með íslenska utanríkisráðherranum. Til umræðu voru samstarf ríkjanna, skuggaflotar Rússa og hungursneyð í Gasa en einnig skoðunarferð um aðstöðu NATO á Keflavíkurflugvelli. 29.5.2025 20:37
Ísrael samþykkir vopnahlé Trumps Fulltrúar Ísrael hafa samþykkt nýjustu tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé milli Ísrael og Hamas. Tveir mánuðir er liðnir síðan síðasta vopnahléi lauk með loftárásum Ísraela. 29.5.2025 20:14
Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool Karlmaðurinn sem ók í gegnum skrúðgöngu til heiðurs Liverpool hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Tugir manna slösuðust, sá yngsti einungis níu ára. 29.5.2025 18:05
Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Töluverður fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út eftir að tilkynnt barst um að sundmaður væri í sjónum við Fiskislóð í Reykjavíkurborg. Ekki hefur spurst til mannsins síðan klukkan fimm síðdegis. Leitinni lauk að ganga tíu að kvöldi til og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 29.5.2025 17:21
Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að Mohammad Sinwar, leiðtogi Hamas, var drepinn í árás Ísraelshers á spítala í maímánuði. Hamas hefur ekki staðfest andlátið. 28.5.2025 23:43
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. 28.5.2025 23:03
Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. 28.5.2025 22:21
Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Franskur skurðlæknir hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa kynferðislega misnotað 299 einstaklinga, flest börn, á árunum 1989 til 2014. Hann játaði sök í málinu. 28.5.2025 21:36
Átta nemendur með ágætiseinkunn 139 nemendur útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Átta nemendur hlutu ágætiseinkunn en Yi Ou Li hlaut titilinn dúx. 28.5.2025 20:53
Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. 28.5.2025 20:27