Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum

Tafir urðu á afhendingu Nissan Leaf rafbíla sem pantaðir voru í vor er framleiðsluáætlun var skyndilega breytt. Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir nýju tegundinni, langt umfram framleiðslugetu. BL vonast til að ná réttu róli í haust.

Dæmdur fyrir handrukkun

Héraðs­dómur Norður­lands eystra dæmdi í vikunni þrí­tugan Akureyring í á­tján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í hand­rukkun sem fór fram í apríl árið 2016.

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Verðkönnun Fréttablaðsins leiðir í ljós að verðmunur milli verslana á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn getur numið allt að 26 prósentum. Algengt verð á töskunum um og yfir 20 þúsund krónur. Misjafnt hversu mikið börnin þurfa að bera í töskunum milli heimilis og skóla. Ódýrari valkostir í boði.

Enginn fundur flugforstjóra

Erfið staða íslensku flugfélaganna WOW air og Icelandair hefur valdið áhyggjum á undanförnum vikum eftir að Icelandair birti hálfsársuppgjör sitt á dögunum sem sýndi 6,3 milljarða króna tap og WOW greindi frá 2,3 milljarða króna tapi síðasta árs fyrr í sumar.

Ærslabelgur í klóm eineltishrotta

Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta.

Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt

Trampólín sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fyrir fötluð börn í Reykjanesbæ, er illa farið. Málið vakið hörð viðbrögð bæjarbúa. Vonast er til að hægt verði að laga leiktækið svo það geti fært fötluðum börnum gle

Þrítugasta Íslandsför kennara á níræðisaldri

Sem fátækur bóndasonur í Sviss dreymdi Florian Rutz alltaf um að ferðast um norðurslóðir. Nú er þessi fyrrverandi kennari á níræðisaldri og að heimsækja Ísland í þrítugasta sinn.

Sjá meira