Í kapphlaupi við að gera völlinn leikhæfan Veður hefur tafið framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll í Ólafsvík. Víkingur Ólafsvík er í kapphlaupi við tímann um að koma vellinum í stand fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins. Framkvæmdastjórinn er bjartsýnn á að það takist en hefur gert ráðstafanir fari svo að það gangi ekki eftir. 18.4.2018 06:00
Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. 17.4.2018 06:00
350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Trúnaði af samkomulagi Ríkisútvarpsins við útgerðarfyrirtæki árið 2009 aflétt. Samið um meiðyrðamál utan dómstóla. RÚV greiddi FiskAra ehf. 350 þúsund krónur, fyrirtækið beðið afsökunar og leiðrétting birt á rangri frétt. 12.4.2018 06:00
Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. 11.4.2018 06:00
Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið. 9.4.2018 06:00
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7.4.2018 07:00
Styttist í að Sunna komi heim frá Spáni Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er komin með vegabréfið sitt aftur í hendurnar. 7.4.2018 07:00
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6.4.2018 04:45
Bjórsíða Coca-Cola á Íslandi aðgengileg unglingum á Facebook Þar til í gær var Facebook-síða íslenska bjórframleiðandans Víking brugghúss aðgengileg unglingum undir áfengiskaupaaldri. 5.4.2018 07:00
Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni segir klárt að auglýsingum og markaðssetningu á áfengi fylgi aukin neysla. Misráðið væri að slaka á áfengislöggjöf hér á sama tíma og verið sé að herða hana í mörgum löndum. 5.4.2018 06:00