Sighvatur Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt

Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.

Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs

Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni.

Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga

Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja.

Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda

Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum.

Hugur fylgi ekki máli með launalækkanir bankastjóra

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur lækkun launa bankastjóra Íslandsbanka og Landsbanka vera jákvætt skref. Hann segir þó að hugur fylgi ekki máli þegar of há laun bankastjóra eru lækkuð eingöngu vegna þrýstings þar um.

Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Sjá meira