Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31.7.2020 10:41
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31.7.2020 09:23
Ghost of Tsushima: Frábært bardagakerfi stendur upp úr í frábærum leik Ghost of Tsushima er mjög skemmtilegur leikur frá Sucker Punch sem byggir á frábæru bardagakerfi og geggjuðu andrúmslofti. 31.7.2020 09:10
Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. 30.7.2020 16:37
Grímuskylda í Herjólfi Farþegar Herjólfs verða á morgun skyldaðir til að vera með grímur. Sú regla er til komin vegna hertra aðgerða vegna nýju kórónuveirunnar en börn eru undanskilin. 30.7.2020 16:16
Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 30.7.2020 15:17
Ferðaþjónustuaðilar úti á landi óttast að þurfa að vísa fólki frá Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það vonbrigði að gripið hafi verið til nýrra aðgerða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 30.7.2020 14:12
Sóttu hart að forstjórum stórra tæknifyrirtækja Þeir Jeff Bezos, forstjóri Amazon, Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, Tim Cook, forstjóri Apple, og Sundar Pichai, forstjóri Google, voru boðaðir á fundi samkeppniseftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær og beindust spjótin sérstaklega að forstjórum Facebook og Google þar sem þeir voru sakaðir um að grafa undan samkeppnisaðilum sínum. 30.7.2020 11:35
Bein útsending: Perseverance skotið af stað til Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og United Launch Alliance ætla að skjóta vélmenninu Perseverance af stað til mars í dag. 30.7.2020 11:00
Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29.7.2020 15:17