Alvarlegt ástand og reiði í Beirút innst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. 7.8.2020 15:35
Kínverskur maður dó úr svarta dauða Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. 7.8.2020 14:09
Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. 7.8.2020 12:03
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7.8.2020 10:37
Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. 7.8.2020 09:12
Óttast að stór hluti jökuls hrynji niður fjallshlíðarnar Yfirvöld á Ítalíu hafa rýmt heimili og vísað ferðamönnum á brott frá svæði skammt frá Courmayeur í Aostadalnum vegna ótta um að stærðarinnar stykki úr Planpincieux jöklinum Ítalíumegin við Mont Blanc muni hrynja niður í dalinn. 6.8.2020 15:29
Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. 6.8.2020 14:32
Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6.8.2020 12:14
Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. 6.8.2020 11:36
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6.8.2020 10:59