Allt sem Samsung kynnti í gær Samsung kynnti fjölda nýrra snjalltækja á árlegum viðburði fyrirtækisins í gær, Samsung Unpacked, sem að þessu sinni fór alfarið fram á netinu. Þar voru kynntir nýir snjallsímar sem Samsung segir þá öflugustu sem fyrirtækið hafi framleitt. 6.8.2020 10:10
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5.8.2020 15:29
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattamyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5.8.2020 14:13
Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu. 5.8.2020 12:28
Bein útsending: Nýjum tækjum Samsung lekið fyrir kynningu Starfsmenn Samsung ætla að kynna nýjustu tæki tæknirisans á sérstakri kynningu sem kallast Samsung Unpacked 2020 í dag. Myndum og myndböndum af tækjunum sem til stendur að kynna hefur þó þegar verið lekið á netið. 5.8.2020 11:56
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5.8.2020 11:18
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5.8.2020 10:13
Neil Young höfðar mál gegn Trump Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. 5.8.2020 09:34
Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við. 5.8.2020 08:52
Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4.8.2020 15:51