Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum

Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar.

Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19

Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Næstum annar hver nemandi í fyrsta bekk í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna.

Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku

Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimmti hver innflytjandi á Íslandi er án atvinnu. Í kvöldfréttum ætlum við að tala við pólska konu sem notar tímann til að læra íslensku.

Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu.

Sjá meira