Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23.12.2020 16:04
Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. 23.12.2020 13:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23.12.2020 12:54
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23.12.2020 11:46
Cyberpunk 2077: Hafa selt þrettán milljónir eintaka þrátt fyrir mikil vandræði og galla Þrátt fyrir útgáfu sem einkenndist af miklum vandræðum, að Sony hafi tekið leikinn Cyberpunk 2077 úr sölu og CD Projekt Red hafi heitið því að endurgreiða þeim sem vildu, seldi fyrirtækið rúmlega þrettán milljónir eintaka á milli tíunda og tuttugasta desember. 23.12.2020 10:19
Hófu skothríð eftir að þeim var vísað af strippstað fyrir að vera ekki með grímur Yfirvöld í Kaliforníu hafa ákært þrjá menn sem skutu úr árásarriffli á nektardansstað í Anaheim, eftir að þeir höfðu verið reknir þaðan út. Mennirnir og vinir þeirra höfðu neitað að vera með grímur og var hent út. 22.12.2020 16:35
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22.12.2020 15:30
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22.12.2020 14:30
Fílsunga bjargað með hjartahnoði eftir mótorhjólaslys Sjúkraflutningamaðurinn Mana Srivate hefur gert fjölda endurlífgunartilrauna á 26 ára ferli sínum í starfi í Taílandi. Nú á sunnudaginn gerði hann það þó í fyrsta sinn á fílsunga og bjargaði hann lífi dýrsins. 22.12.2020 13:16
Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. 22.12.2020 12:18
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið