Ósannsöglum flugmanni kennt um fyrsta innanlandssmit Taívan í 253 daga Yfirvöld í Taívan tilkynntu í dag að fyrsta innanlandssmit Covid-19 frá í apríl hefði greinst í landinu. Þetta var tilkynnt í morgun og var flugmanni frá Nýja-Sjálandi kennt um að binda enda á 253 daga tímabil landsins þar sem enginn hafði greinst smitaður innanlands. 22.12.2020 11:15
MGM og James Bond til sölu Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt. 22.12.2020 10:35
Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu. 22.12.2020 10:05
Bestu leikir ársins: Leikirnir sem hjálpuðu manni að komast í gegnum 2020 Við getum öll verið sammála um að árið 2020 hafi sökkað. Það gerði það. Það sökkaði mjög mikið og heimsfaraldur Covid-19 gerði framleiðendum tölvuleikja erfitt fyrir, eins og öllum öðrum. Þrátt fyrir þetta ömurlega ár litu þó nokkrir góðir leikis dagsins ljós og þeir hjálpuðu manni jafnvel við að hanga heima í leiðindunum. 22.12.2020 09:02
Mánudagsstreymið: Skella sér aftur til Verdansk Strákarnir í GameTíví ætla að skella sér aftur til Verdansk í Warzone í kvöld, eftir smá fjarveru. Þar munu þeir skoða nýtt efni og kíkja líka til Rebirth Island, nýs svæðis í leiknum þar sem færri spilarar keppa á smærra korti. 21.12.2020 19:20
Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. 21.12.2020 16:46
Sagðir vilja nota ásakanir um svindl til að draga úr kjörsókn Repúblikanar í ríkjum Bandaríkjanna sem hafa reynst mikilvæg í kosningum eru sagðir vilja gera fólki erfiðara að kjósa. Til þess vilja þeir nota ásakanir Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans um að umfangsmikið samsæri og kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningum síðasta mánaðar. 21.12.2020 16:01
Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Búið er að loka verksmiðjum víða í Kína og yfirvöld borga hafa gert íbúum að spara rafmagnsnotkun vegna orkuskorts í landinu. Samhliða skortinum og takmörkunum fer hitastig lækkandi. 21.12.2020 13:21
Segir Biden ætla að refsa Rússum fyrir tölvuárásina umfangsmiklu Þegar Joe Biden verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði, mun hann refsa yfirvöldum Rússlands vegna gífurlega umfangsmikillar tölvuárásar sem Rússar eru taldir bera ábyrgð á. Ron Klain, starfsmannastjóri Bidens, segir að þeim sem beri ábyrgð á árásinni verði refsað. 21.12.2020 09:36
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. 17.12.2020 23:47
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið