Sprengisandur á Bylgjunni: Ríkisstjórnin, veiran, Íslandsbanki og krabbamein Það verður margt rætt í þjóðmælaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, um málefnagreining í ríkisstjórn og hvort hægt sé að flýta framkvæmdum í innviðum með þátttöku lífeyrissjóða. 24.1.2021 09:32
Týr flutti sjúkling frá Siglufirði Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar. 24.1.2021 09:31
Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24.1.2021 08:30
Éljagangur fyrir norðan og óvissa fyrir sunnan Áfram verður éljagangur um landið norðanvert, þó dragi úr vindi í dag, sem á að vera norðaustan 8 til 15 m/s. Bjart verður með köflum á sunnanverðu landinu og frost víða 0 til 6 stig, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. 24.1.2021 07:51
Tóku höndum saman og komu sjúkrabíl í gegnum mikla ófærð Björgunarsveitarmenn frá Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavík auk snjómokstursmanna allt frá Þórshöfn til Akureyrar tóku á honum stóra sínum í gær þegar þeir komu sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyri í mjög vondu veðri og mikilli ófærð. 24.1.2021 07:34
Töluvert um hávaðatilkynningar vegna samkvæma Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst mikill fjöldi tilkynninga um læti frá partíum í nótt. Þær tilkynningar virðast hafa borist frá öllum hverfum borgarinnar og allt til korter í fimm í nótt, samkvæmt dagbók lögreglu. 24.1.2021 07:17
Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra. 23.1.2021 23:01
Larry King er dáinn Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum. 23.1.2021 13:08
Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23.1.2021 10:57
Rýmingar vegna snjóflóðahættu á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma hús á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að um reit níu sé að ræða og á honum sé atvinnuhúsnæði sem tryggt hafi verið að væru mannlaus í gærkvöldi. 23.1.2021 09:52