Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað

Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað.

Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street

Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street.

Skipulagði árás gegn múslimum og stjórnmálamönnum

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært konu fyrir að hafa lagt á ráðin um að gera sprengjuárás gegn múslimum og stjórnmálamönnum í Bæjaralandi. Konan er einnig sökuð um aðra glæpi og er sögð hafa verið að byggja sprengju sem hún ætlaði að nota til árásarinnar.

Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar

Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum.

Hundrað þúsund dánir í Bretlandi

Rúmlega hundrað þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 í Bretlandi. Það er samkvæmt opinberum tölum en um 3,7 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19.

Mótmæli bænda urðu að óeirðum

Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag.

Sjá meira