Mettekjur hjá Apple: 14,4 þúsund milljarða tekjur sem raktar eru til sölu iPhone 12 Tekjur Apple á síðasta ársfjórðungi 2020 voru 111,4 milljarðar dala. Það samsvarar um 14.400 milljörðum króna (14.400.000.000), gróflega reiknað, og hækkuðu tekjurnar um 21 prósent, samanborið við sama tímabil 2019. 28.1.2021 11:46
Skaut föstum skotum að Apple eftir 1.450 milljarða hagnað Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Facebook opinberuðu í gær nýtt ársfjórðungsuppgjör sem sýndi að fyrirtækið hagnaðist um 11,2 milljarða dala á síðasta fjórðungi 2020. Það samsvarar um 1.450 milljörðum króna, gróflega reiknað. 28.1.2021 10:29
Netverjar klekkja á stórum fjárfestingasjóðum á Wall Street Hlutabréf fyrirtækisins GameStop, sem selur tölvuleiki, hafa hækkað í virði um rúmlega þúsund prósent á undanförnum þremur mánuðum. Ástæðan er rakin til deilna smærri fjárfesta og netverja á Reddit og öðrum síðum við stóra fjárfestingarsjóði á Wall Street. 27.1.2021 16:05
Bein útsending: Leikjaframleiðendur ræða stöðu iðnaðarins hér á landi Forsvarsmenn íslenskra leikjaframleiðenda munu ræða stöðu iðnaðarins hér á landi á fundi Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) og Samtaka iðnaðarins sem hefst klukkan fjögur í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu og má fylgjast með honum hér að neðan. 27.1.2021 15:30
Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27.1.2021 14:24
Skipulagði árás gegn múslimum og stjórnmálamönnum Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært konu fyrir að hafa lagt á ráðin um að gera sprengjuárás gegn múslimum og stjórnmálamönnum í Bæjaralandi. Konan er einnig sökuð um aðra glæpi og er sögð hafa verið að byggja sprengju sem hún ætlaði að nota til árásarinnar. 27.1.2021 12:27
Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. 27.1.2021 11:18
Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. 27.1.2021 10:16
Hundrað þúsund dánir í Bretlandi Rúmlega hundrað þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 í Bretlandi. Það er samkvæmt opinberum tölum en um 3,7 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni, sem veldur Covid-19. 26.1.2021 17:01
Mótmæli bænda urðu að óeirðum Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag. 26.1.2021 16:20