Ísland langefst á lista Riot Games Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi. 4.3.2021 14:59
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4.3.2021 13:44
Transkona sem var rekin úr hernum fannst látin á heimili sínu Ung kona sem vikið var úr her Suður-Kóreu eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingu fannst látin á heimili sínu í gær. Byun hee-soo var rekin úr hernum í fyrra. 4.3.2021 11:44
Filippus gekkst undir hjartaaðgerð og verður áfram á sjúkrahúsi Filippus prins, hertoginn af Edinborg, hefur gengist undir hjartaaðgerð vegna eldri kvilla í hjarta. Hinn 99 ára gamli prins hefur nú varið 16 dögum á sjúkrahúsi vegna sýkingar en ástand hans er sagt hafa skánað á undanförnum dögum. 4.3.2021 10:40
Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum. 4.3.2021 10:08
Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gær að skjóta enn einni frumgerðinni af geimfarinu Starship hátt á loft og lenda henni aftur. Frumgerðin, SN10, sprakk þó í loft upp nokkrum mínútum eftir lendingu vegna elds. 4.3.2021 08:34
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4.3.2021 07:00
Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3.3.2021 16:11
Öflugur skjálfti í Grikklandi Stór jarðskjálfti varð í Grikklandi í morgun (skömmu eftir hádegi að staðartíma) en engar fregnir hafa enn sem komið er borist af mannskaða eða tjóni. Skjálftinn varð nærri bænum Larissa í miðhluta Grikklands. 3.3.2021 11:29
Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3.3.2021 11:00