Tilkynnti sex ára son sinn týndan en reyndist hafa ekið yfir hann Brittany Gosner og kærasti hennar gengu inn í lögreglustöð í Middletown í Ohio í Bandaríkjunum um helgina og tilkynntu að sex ára gamall sonur hennar, James Hutchinson, væri týndur. Einungis degi seinna kom í ljós að þau voru að ljúga. 3.3.2021 10:04
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3.3.2021 08:32
Yfirtakan: BabePatrol drepa gaura í Verdansk Þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu taka yfir Twitchrás GameTíví í kvöld og spila Warzone. Stelpurnar ganga undir nafninu BabePatrol og hafa það motta að hafa gaman en stefna samt á sigra. 2.3.2021 19:31
Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2.3.2021 15:33
Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár. 2.3.2021 14:27
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. 2.3.2021 13:03
Heilu bæirnir á Sikiley þakktir ösku og gjalli úr Etnu Mikil virkni hefur átt sér stað í Etnu, hæsta virka eldfjalli Evrópu, frá því í desember. Nokkur stórfengleg eldgos hafa orðið þar en sem betur fer hafa þau ekki ógnað byggð eða fólki. 2.3.2021 11:11
Tvöhundruð sjötíu og níu stúlkum bjargað úr haldi mannræningja 279 stúlkum hefur verið bjargað úr haldi glæpamanna í norðurhluta Nígeríu. Þeim var rænt úr skóla í bænum Jangebe í síðustu viku. Ráðamenn segja að þær upplýsingar um að 317 hafi verið rænt hafi verið rangar. Stúlkurnar hafi verið 279. 2.3.2021 08:25
Mánudagsstreymið: Skoða nýjust vendingar í Verdansk Strákarnir í GameTíví munu leita á kunnulega slóðir í mánudagsstreymi kvöldsins og skoða nýjustu vendingar í Verdansk. 1.3.2021 19:31
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1.3.2021 15:09