Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá ákvörðun sóttvarnalæknis um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna mögulegra aukaverkana. Við ræðum einnig við yfirlækni ónæmislækninga á Landspítalanum um málið sem og forstjóra Lyfjastofnunar Íslands. 11.3.2021 18:00
Viktoría prinsessa og Daníel prins með Covid-19 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar hefur greinst með Covid-19 og eiginmaður hennar Daníel Prins sömuleiðis. Þau eru bæði komin í einangrun en sýna enn sem komið er mild einkenni. 11.3.2021 17:24
Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10.3.2021 23:58
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10.3.2021 23:29
Lagi Daða og Gagnamagnsins lekið á netið Lagi Daða Freys og Gagnamagnsins fyrir Eurovision í Rotterdam í maí hefur verið lekið á netið. Lagið heitir 10 Years og verður flutt á ensku. 10.3.2021 22:38
Maður sem sparkaði í átt að börnum tilkynntur til lögreglu Atvik þar sem maður er sagður hafa meðal annars veist að ungum börnum og sparkað til nokkurra þeirra í og við strætisvagn í Kópavogi í dag hefur verið tilkynnt til lögreglu. 10.3.2021 22:08
Fundu lík í leitinni að Söruh Everard Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks. 10.3.2021 20:58
Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. 10.3.2021 20:25
Um 2.100 skjálftar mælst frá miðnætti en ekki órói Frá miðnætti hafa ríflega 2.100 jarðskjálftar greinst á mælum Veðurstofu Íslands á Reykjanesi. Virknin hefur að mestu haldið sig í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls, frá Geldingadal að Nátthaga. 10.3.2021 18:40
Lögregluþjónninn í Lundúnum nú grunaður um morð Breskur lögregluþjónn sem handtekinn var í gærkvöldi vegna hvarfs hinnar 33 ára Söruh Everard í Lundúnum er sakaður um morð. Hann var upprunalega handtekinn vegna gruns um mannrán. 10.3.2021 18:27