Kvöldfréttir Stöðvar 2 Marek Moszczynski var í Héraðsdómi í dag metinn ósakhæfur vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Honum er gert að sæta öryggisvistun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. 3.6.2021 18:05
Bandaríkin ætla að gefa 80 milljónir skammta í júní Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í dag að til stæði að gefa 80 milljónir skammta bóluefna til annarra ríkja í júní. Mest allt af því mun fara til COVAX-áætlunar Sameinuðu þjóðanna en hingað til hafa ríki þar sem þörfin er mikil fengið 76 milljónir skammta í gegnum áætlunina. 3.6.2021 18:05
Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. 2.6.2021 23:38
Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. 2.6.2021 22:31
Hrinti birni til að bjarga hundi sínum Hin sautján ára gamla Hailey Morinico hikaði ekki þegar birna náði taki á einum hundi hennar og hrinti birnunni af lágum vegg. 2.6.2021 22:15
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2.6.2021 20:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum. 2.6.2021 18:09
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2.6.2021 07:50
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1.6.2021 23:51
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1.6.2021 22:53