Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er

Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er.

Virði Facebook fer yfir billjón dali

Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot.

Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“

Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns.

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Hraunflæðið stöðugt í tvo mánuði

Hraunflæði í Fagradalshrauni mældist þrettán rúmmetrar á sekúndu á tímabilinu 11. til 26. júní. Það er hæsta talan sem hefur mælst hingað til þó munurinn sé ekki marktækur, miðað við síðustu vikur. Hraunflæðið hefur verið nánast stöðugt í tæpa tvo mánuði.

Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans

Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands birti í dag viðtal við blaðamanninn og aðgerðasinnann Roman Protasevíts, sem var handtekinn þegar áhöfn farþegaþotu RyanAir var þvinguð til að lenda flugvélinni í Minsk í síðasta mánuði.

Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli

Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu.

Lögðu ekki nóg á sig við að ná í sprengjumanninn í Nashville

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum hefði átt að gera meira til að ná sambandi við Anthony Q. Warner eftir að tilkynning barst árið 2019 um að hann væri að smíða sprengjur. Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í Nashville í desember í fyrra.

Sjá meira