Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum. 12.9.2021 12:23
Fjórtán greindust smitaðir Fjórtán greindust smitaði af Covid-19 innanlands í gær. Níu þeirra voru fullbólusettir og níu voru í sóttkví. Sex eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu. 12.9.2021 10:59
Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi. 12.9.2021 10:47
FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001 Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna. 12.9.2021 10:05
Sprengisandur: Heilbrigðiskerfið, næsta kjörtímabil og áhrif árásinnar á Tvíburaturnanna Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir Kristjáns eru þeir Kristján Guy Burgess, sérfræðingur í alþjóðamálum, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. 12.9.2021 09:30
Oddvitaáskorunin: Spilaði Pool um heiminn allan Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 12.9.2021 09:01
Fólk hvatt til að huga að lausamunum Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn. 12.9.2021 08:54
Líkti bandarískum öfgamönnum við hryðjuverkamennina frá 2001 George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti ofbeldisfullum bandarískum öfgaöflum við hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 11. september 2001. Hann sagði að heimaræktaðir hryðjuverkamenn gætu ógnað Bandaríkjunum eins og erlendir hryðjuverkamenn. 12.9.2021 07:58
Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki. 12.9.2021 07:15
Oddvitaáskorunin: Vill á þing eftir 27 ár í sveitarstjórnarmálum Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 11.9.2021 15:00