Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar

Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra.

Bein útsending: Áratuga ferli að ljúka á mikilvægu geimskoti

James Webb-geimsjónaukanum var loks skotið á loft í dag eftir margra ára þróun og smíði og fjölmargar tafir. Sjónaukinn er sá háþróaðasti sem hefur nokkru sinni verið framleiddur og er meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins.

Tvö þúsund skjálftar frá miðnætti

Skjálftavirkni við Fagradalsfjall mælist enn mikil. Frá miðnætti hafa um tvö þúsund skjálftar mælst á svæðinu og flestir þeirra nærri gosstöðvunum.

Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs

Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða.

„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr.

211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann

Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku.

Þingkona varð fyrir vopnuðu ráni

Mary Gay Scanlon, bandarísk þingkona, varð fyrir vopnuðu ráni í Fíladelfíu í gærkvöldið. Tveir menn vopnaðir skammbyssu veittust að henni þar sem hún var að yfirgefa fund með embættismönnum og rændu bíl hennar.

Yfirtaka: Katxin spilar Counter-Strike

Katrín Ýr, eða Katxin, tekur yfir streymi GameTíví í kvöld. Þar mun hún taka sig til og spila hinn sívinsæla leik Counter-Strike.

Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS

Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða.

Sjá meira