Bubbi og Megas: „Ég gekk burt á sínum tíma“ Bubbi Morthens, tónlistarmaður og skáld, segist hafa sagt skilið við Megas árið 1994. Á árum áður gáfu þeir út nokkur lög saman og þar á meðal lagið „Fatlafól“ og plötuna Bláir draumar en vangaveltur og sögusagnir um vinslit Bubba og Megasar hafa lengi verið á kreiki. 27.11.2021 17:00
Stöðugt streymi fólks í hraðpróf um helgina Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í hraðpróf á Suðurlandspróf um helgina. Mat var sett í fjölda þeirra sem mættu í gær og þúsundir hafa einnig mætti í dag. 27.11.2021 16:33
Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. 27.11.2021 15:48
Sjö smitaðir á Grund Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun. 27.11.2021 14:45
„Afganska stúlkan“ með grænu augun flytur til Ítalíu Mynd af Sharbat Gulla í flóttamannabúðum í Pakistan fór eins og eldur í sinu um heiminn. Gulla var líklega tólf ára gömul þegar ljósmyndarinnar Steve McCurry tók myndina árið 1984 og hún rataði á forsíðu National Geographic í júní 1985. 27.11.2021 12:37
128 greindust smitaðir innanlands í gær Alls greindust 128 smitaðir af Covid-19 innalands í gær. Þar að auki greindust svo sex á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 69 í sóttkví. 27.11.2021 10:48
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. 27.11.2021 10:26
Of snemmt að segja hvort Vínbúðinni í Austurstræti verði lokað Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að ekki sé búið að ákveða að loka Vínbúðinni í Austurstræti. Hún segir leitt hvernig þetta mál hefur farið en ánægjulegt að vita að viðskiptavinir séu ánægðir með núverandi staðsetningu í Austurstræti. 27.11.2021 09:40
Sagði rússneska menn hafa ætlað að fremja valdarán í Úkraínu Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komist hafi upp um tilraun til valdaráns þar í landi. Til hafi staðið að fella ríkisstjórn hans í næstu viku og að aðilar frá Rússlandi hafi náðst á upptöku reyna að fá ríkasta auðjöfur Úkraínu til að taka þátt í valdráninu. 26.11.2021 17:00
Telja nokkra sólarhringa í hlaup Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast ekki við því að fyrr en að hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Íshellan þar hefur lækkað um 1,4 metra frá því hún stóð hæst og bendir það til að vatns sé byrjað að renna undir jöklinum og leiti sér að farvegi. 26.11.2021 15:52