„Við viljum bara nýta alla þekkingu í kerfinu“ Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðismálaráðherra, segir nýja starfið leggjast vel í sig. Eftirvæntingin væri mikil og segist hann finna fyrir fiðringi í heilbrigðisráðuneytinu séu mörg verkefni sem þurfi að fara í. 28.11.2021 16:23
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28.11.2021 16:20
Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. 28.11.2021 14:37
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28.11.2021 13:51
Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28.11.2021 13:31
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28.11.2021 12:18
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28.11.2021 12:00
77 greindust innanlands í gær Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum. 28.11.2021 11:01
Dagskráin í dag: Fundað á Kjarvals- og Bessastöðum Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum. 28.11.2021 09:46
Yfirtaka: Sýnir réttu handtökin á stafrænum bóndabæ GameTíví er með aukastreymi í kvöld þar sem hann Hilmar Þór ætlar að sýna Íslendingum réttu handtökin í Farming Simulator. Hilmar streymir undir nafninu Farmingbuddies á Twitch. 27.11.2021 19:31