WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. 22.12.2022 14:42
Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. 22.12.2022 12:38
Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22.12.2022 11:19
Bestu leikir ársins: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Við fyrstu sýn virðist leikjaárið 2022 ekki hafa verið upp á marga fiska. En, þegar það er skoðað nánar sést að það er eiginlega bara rétt, fyrir utan örfáa gullmola var leikjaárið nokkuð lélegt. 21.12.2022 08:00
Stjórarnir taka upp veskin og gefa leiki Strákarnir í Stjóranum munum opna veskin í kvöld þar sem janúar-glugginn opnast á leikmannamörkuðum. Þeir Óli og Hjálmar Örn munu einnig fá sérfræðing í sett til að fara yfir kerfi þeirra og gefa áhorfendum eintök af Football Manager 2023. 20.12.2022 20:30
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20.12.2022 16:19
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20.12.2022 14:49
Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. 20.12.2022 12:09
Cruise stökk fram af fjalli á mótorhjóli Leikarinn víðfrægi, Tom Cruise, hefur lengi verið þekktur fyrir að gera eigin áhættuatriði í kvikmyndum sínum og þá sérstaklega í Mission Impossible myndunum. Í þeim myndum hefur hann meðal annars klifrað utan á hæstu byggingu heims og sveiflað sér á milli háhýsa. 20.12.2022 11:15
Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. 20.12.2022 10:17