Pabbarnir í CM!OB LAN-a Pabbarnir í CM!OB ætla að rifja upp gamla takta og LAN-a í dag. Fyrir yngri lesendur þá felur LAN í sér að hittast í raunheimum og samtengja margar tölvur til að spila tölvuleiki saman. 14.1.2023 14:30
Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. 12.1.2023 23:50
Svíar sitja kannski á mikilvægustu námu Evrópu Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt. 12.1.2023 22:00
Lisa Marie Presley á sjúkrahúsi eftir hjartastopp Söngkonan Lisa Marie Presley, dóttir tónlistarmannsins heitna Elvis Presley, var flutt á sjúkrahús í kvöld. Hún er sögð hafa farið í hjartastopp á heimili hennar í Calabasas í Kaliforníu. 12.1.2023 21:12
GameVeran fær fuglaflensu Marín í Gameverunni snýr aftur eftir jólafrí í kvöld. Þá tekur hún á móti Adam, sem kallar sig „fuglaflensan“ á Twitch og munu þau spila saman tölvuleiki. 12.1.2023 20:26
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12.1.2023 20:20
Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. 11.1.2023 23:57
Ein af „upprunalegu“ ofurfyrirsætunum er látin Fyrirsætan Tatjana Patitz er látin. Hún var 56 ára gömul en umboðsmaður hennar segir hana hafa dáið vegna veikinda. Patitz naut gífurlegra vinsælda á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og hefur lengi verið kölluð ein af fyrstu ofurfyrirsætunum. 11.1.2023 22:55
Krefjast afsagnar lygarans á þingi Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. 11.1.2023 22:32
Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau. 11.1.2023 20:20