Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úkraínuforseti segir hinn frjálsa heim sigra Rússa

Rússneskar hersveitir hafa sótt hart fram við bæinn Soledar skammt frá borginni Bhakmut í austurhluta Úkraínu undanfarna sólarhringa. Mikið mannfall hefur verið á báða bóga í tilraunum Wagner hersveita Rússa til að ná Bhakmut á sitt vald undanfarna mánuði.

Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði.

Rússar sækja fram í Soledar

Hersveitir Rússa hafa náð árangri gegn Úkraínumönnum í bænum Soledar í austurhluta Úkraínu. Bærinn er norður af Bakhmut en gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu um langt skeið. Rússar hafa reynt að ná Bakhmut í marga mánuði en virðast nú ætla að reyna að umkringja borgina.

Tímabilinu lýkur í Stjóranum

Tímabilinu í Stjóranum lýkur í kvöld. Þá mun koma í ljós hvort Stockport eða Grimsby endar ofar í fjórðu deildinni í Englandi og hvaða afleiðingar tímabilið hefur fyrir stjórana tvo.

Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur

Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar.

Leyn­i­leg skjöl fund­ust á eink­a­skrif­stof­u Bid­ens

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag.

Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög

Hinn umdeildi bandaríski þingmaður, George Santos, stendur frammi fyrir mögulegri rannsókn Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC). Það er eftir að hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fram kvörtun um að hann hefði brotið lög varðandi kosningar.

„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“

Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin.

Sjá meira