Dreymir um að komast aftur á völlinn: „Það sem ég er best í“ Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki spilað handbolta undanfarna 16 mánuði eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hún segist nú loks finna fyrir batamerkjum og lætur sig dreyma um að spila handbolta á nýjan leik. 6.6.2023 23:01
Donni frábær gegn meistaraliði PSG | Íslensku markverðirnir mættust Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti frábæran leik þegar Aix tapaði naumlega fyrir meistaraliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá mættust markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Grétar Ari Gunnarsson. 6.6.2023 21:00
Fær í kringum 30 milljarða á ári fyrir að spila í Sádi-Arabíu Franski framherjinn Karim Benzema hefur samið við Al Ittihad í Sádi-Arabíu til ársins 2026. Talið er að hann þéni allt í allt um 200 milljónir evra [30 milljarðar íslenskra króna] á ári. 6.6.2023 19:31
Fyrrverandi kærasta Antony sakar hann um heimilisofbeldi Fyrrverandi kærasta Brasilíumannsins Antony, leikmanns Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur sakað hann um beita sig heimilisofbeldi og haft í hótunum við hana þegar þau voru saman. Um er að ræða fjögur atvik samkvæmt ESPN í Brasilíu. 6.6.2023 18:26
Ríkissjóðurinn sem á Newcastle kaupir liðið hans Ronaldo og þrjú önnur PIF, opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu, hefur fest kaup á fjórum stærstu liðum landsins. Á þetta að stuðla að því að fá stærstu nöfn knattspyrnunnar til Sádi-Arabíu. 6.6.2023 07:00
Dagskráin í dag: Nóg um að vera í Bestu ásamt spænska körfuboltanum Besta deild kvenna í knattspyrnu á hug okkar allan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag sem og við horfum til Spánar þar sem úrslitakeppni karla í körfubolta heldur áfram. 6.6.2023 06:01
„Held ég sé mjög vanmetinn“ „Ég var náttúrulega hafsent sem leyfði öðrum að njóta sín því ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði miðvörðurinn fyrrverandi Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark, á dögunum. 5.6.2023 23:30
PSG hótaði að kvarta undan Chelsea og er nú við það að semja við Ugarte Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hótuðu að senda kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu vegna mögulegra kaupa Chelsea á Manuel Ugarte, miðjumanni Sporting frá Lissabon. Sá er nú við það að skrifa undir fimm ára samning í París. 5.6.2023 22:31
Berglind Rós til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals Valur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en Berglind Rós Ágústsdóttir hefur samið við liðið út tímabilið. Frá þessu greindi Valur fyrr í kvöld. 5.6.2023 21:31
Daníel Tristan fékk sínar fyrstu mínútur er Malmö tyllti sér á toppinn Malmö er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 5-0 sigur á Degerfoss. Hinn 17 ára gamli Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sína fyrstu mínútur á tímabilinu. Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í meistaraliði Häcken þegar liðið vann Varberg. 5.6.2023 21:00