Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Berg­huis í bann fyrir að bregðast illa við ras­isma

Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans.

Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín á­fram á skotskónum

Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum.

Utan vallar: Mann­legur Greal­ish ber af hjá Evrópu­meisturunum

Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg.

Sjö Evrópu­meistarar í liði ársins | Rodri leik­maður ársins

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins.

Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu

Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Sjá meira