Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. 12.6.2023 20:31
Berghuis í bann fyrir að bregðast illa við rasisma Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans. 12.6.2023 19:30
Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín áfram á skotskónum Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum. 12.6.2023 19:00
Kjóstu Gísla Þorgeir sem leikmann ársins í Þýskalandi Miðjumaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er tilnefndur sem leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Neðar í fréttinni má finna hlekk þar sem hægt er að kjósa þennan íslenska miðjumanninn. 12.6.2023 18:00
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. 12.6.2023 09:01
UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. 12.6.2023 07:01
Dagskráin í dag: Denver Nuggets getur orðið NBA-meistari í fyrsta sinn Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld en stærsti leikur dagsins er viðureign Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Fari Denver með sigur af hólmi verður það meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. 12.6.2023 06:00
Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. 11.6.2023 23:31
Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 11.6.2023 22:45
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11.6.2023 19:46