Kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár samfleytt Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Kemi, segist líklegri til að auka við hreyfingu en að fara að borða hollar. Hann hefur fengið sér kók og súkkulaði í morgunmat í 45 ár og segist alveg mæla með því. Hermann skipuleggur vinnuna svolítið út frá árstíðum en þetta árið hefur verið mikið að gera vegna Covid. 12.12.2020 10:01
Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur. 11.12.2020 07:01
Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10.12.2020 07:01
Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9.12.2020 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8.12.2020 07:00
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7.12.2020 07:00
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6.12.2020 08:00
Covid tíminn yndislegur þrátt fyrir erfiðleika Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5.12.2020 10:00
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4.12.2020 07:00