Isavia semur um uppbyggingu hleðslustöðva í Keflavík Fulltrúar Isavia og HS Orku hafa skrifað undir samning um uppsetningu á fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að um langtíma verkefni sé að ræða. 23.6.2023 13:17
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23.6.2023 11:06
Vera segir veru Veru vera trygga Meirihluti veitingastaða í Veru mathöll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Framkvæmdastjóri Grósku segir þar breytinga og endurskipulagningu að vænta, mathöllin muni vera áfram á sínum stað í húsinu. 23.6.2023 08:45
Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. 23.6.2023 07:45
Vildi vernda starfsmenn fyrir árásum Kolbrúnar Formaður borgarráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfsmenn borgarinnar á borgarráðsfundi í gær. Oddviti Flokks fólksins er ósáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna umdeildra samskipta starfsmanna sem oddvitinn segir ekki spretta upp í tómarúmi. 23.6.2023 06:46
Svandís situr fyrir svörum á morgun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, mun sitja fyrir svörum atvinnuveganefndar Alþingis á morgun á opnum fundi vegna ákvörðunar hennar um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða. 22.6.2023 12:57
Zuckerberg til í að slást við Musk Mark Zuckerberg, eigandi samfélagsmiðilsins Facebook, segist vera til í að mæta Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter í slagsmálum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Facebook vinnur nú að þróun nýs samfélagsmiðils sem er keimlíkur Twitter. 22.6.2023 10:24
Ásmundur Einar sendir starfsfólk heim vegna myglu Mennta-og barnamálaráðuneytið er nú í húsnæðisleit vegna myglu í húsnæði ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfsmanna er heimavinnandi. 22.6.2023 07:45
Samskipti starfsmannanna gefi kolranga mynd af starfi borgarinnar Oddviti Pírata í borgarstjórn segir af og frá að lýðræðis-og samráðsvettvangar Reykjavíkur séu upp á punt, líkt og aðstoðarmaður ráðherra hefur spurt sig að opinberlega í kjölfar fréttaflutnings af umdeildum samskiptum starfsmanna borgarinnar á fundi með íbúum. Samskiptin verða til umfjöllunar í borgarráði í dag en Dóra segir þau gefa kolranga mynd af starfi borgarinnar. 22.6.2023 06:45
Alltof seint að fá svör um skólavist í ágúst Móðir sextán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skólavist í framhaldsskóla í haust segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undirbúningur mikilvægur. 21.6.2023 16:04