Spá auknum rekstrarhagnaði hjá Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 11:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. Vísir/Valli Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. Spá sérfræðingar deildarinnar að EBITDA félagsins hafi verið 48,2 milljónir evra, sem jafngildir ríflega sex milljörðum króna, á fjórðungnum borið saman við 47,4 milljónir evra á síðasta fjórðungi ársins 2016. Marel mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Greinendur bankans gera hins vegar ráð fyrir því að rekstrarhagnaðurinn aukist verulega, eða um 10,7 prósent, á þessu ári og rjúfi 200 milljóna evra múrinn. Benda þeir meðal annars á mikill vöxtur pantanabókarinnar gefi góð fyrirheit fyrir tekjuvöxt næstu fjórðunga.Búist er við að afkoma Icelandair Group hafi versnað á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton BrinkHagfræðideildin spáir því að EBITDA Icelandair Group hafi verið neikvæð um 18,9 milljónir dala, jafnvirði 1,9 milljarða króna, á fjórða fjórðungi síðasta árs, en félagið birtir einnig uppgjör í næstu viku. Er það í nokkru samræmi við spár stjórnenda félagsins sem gera ráð fyrir að EBITDA fjórðungsins hafi verið neikvæð á bilinu 12 til 22 milljónir dala. Til samanburðar var EBITDA félagsins jákvæð um 2,5 milljónir dala á sama fjórðungi árið 2016. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Í afkomuspá hagfræðideildarinnar er bent á að eldsneytiskostnaður hafi verið sjö prósentum hærri og gengisvísitalan tveimur prósentum lægri en stjórnendur Icelandair Group ráðgerðu á fjórða fjórðungi. Það ætti að öllu óbreyttu að hafa í mesta lagi tveggja til þriggja milljóna dala neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Verkfall flugvirkja hafi einnig skaðað reksturinn, hugsanlega um sem nemur einum til þremur milljónum dala, þótt ómögulegt sé að gera grein fyrir raunkostnaði þess.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans býst við að rekstrarhagnaður Marels fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) hafi aukist lítillega á fjórða fjórðungi síðasta árs frá sama tíma árið 2016. Spá sérfræðingar deildarinnar að EBITDA félagsins hafi verið 48,2 milljónir evra, sem jafngildir ríflega sex milljörðum króna, á fjórðungnum borið saman við 47,4 milljónir evra á síðasta fjórðungi ársins 2016. Marel mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Greinendur bankans gera hins vegar ráð fyrir því að rekstrarhagnaðurinn aukist verulega, eða um 10,7 prósent, á þessu ári og rjúfi 200 milljóna evra múrinn. Benda þeir meðal annars á mikill vöxtur pantanabókarinnar gefi góð fyrirheit fyrir tekjuvöxt næstu fjórðunga.Búist er við að afkoma Icelandair Group hafi versnað á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton BrinkHagfræðideildin spáir því að EBITDA Icelandair Group hafi verið neikvæð um 18,9 milljónir dala, jafnvirði 1,9 milljarða króna, á fjórða fjórðungi síðasta árs, en félagið birtir einnig uppgjör í næstu viku. Er það í nokkru samræmi við spár stjórnenda félagsins sem gera ráð fyrir að EBITDA fjórðungsins hafi verið neikvæð á bilinu 12 til 22 milljónir dala. Til samanburðar var EBITDA félagsins jákvæð um 2,5 milljónir dala á sama fjórðungi árið 2016. Félagið mun birta uppgjör fyrir fjórða fjórðung síðasta árs í næstu viku. Í afkomuspá hagfræðideildarinnar er bent á að eldsneytiskostnaður hafi verið sjö prósentum hærri og gengisvísitalan tveimur prósentum lægri en stjórnendur Icelandair Group ráðgerðu á fjórða fjórðungi. Það ætti að öllu óbreyttu að hafa í mesta lagi tveggja til þriggja milljóna dala neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Verkfall flugvirkja hafi einnig skaðað reksturinn, hugsanlega um sem nemur einum til þremur milljónum dala, þótt ómögulegt sé að gera grein fyrir raunkostnaði þess.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira