Á von á umfangsmiklum skilyrðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Hagar undirrituðu kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olís í apríl á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið hyggst ekki leggja blessun sína yfir samrunann án skilyrða. Fram undan eru viðræður milli eftirlitsins og Haga. Vísir/Anton Brink Líklegt má telja að Samkeppniseftirlitið setji kaupum Haga á Olís annars vegar og N1 á Festum hins vegar umfangsmikil og margþætt skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. Þetta er mat Eggerts B. Ólafssonar, lögfræðings hjá ráðgjafarfyrirtækinu Samkeppnisráðgjöf. „Það er næsta víst að Samkeppniseftirlitinu er mjög umhugað um að samsteypuáhrif og aukin samþætting á matvörumarkaði og eldsneytismarkaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum,“ segir hann. Samkeppnisyfirvöld muni líklega meðal annars endurskoða og jafnvel fella niður innan tiltekins tíma undanþágu vegna samrekstrar Olís og N1 á Olíudreifingu, sem sér um birgðahald og dreifingu fyrir olíufélögin tvö. Eins og greint var frá í vikunni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Haga á Olís raski samkeppni að öðru óbreyttu. Verða þau þannig ekki samþykkt skilyrðalaust. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar kom fram að stjórn félagsins hefði samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir. Samkeppniseftirlitið hefur auk þess til skoðunar samruna N1 og Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, en búist er við að niðurstaða eftirlitsins liggi fyrir á öðrum fjórðungi ársins. Líkt og kunnugt er ógilti eftirlitið kaup Haga á Lyfju síðasta sumar með þeim röksemdum að kaupin myndu leiða til „skaðlegrar samþjöppunar“ á mörkuðum fyrirtækjanna, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Taldi eftirlitið jafnframt ekki að tillögur Haga að skilyrðum væru til þess fallnar að afstýra þeim samkeppnishömlum sem annars myndu stafa af samrunanum. Stjórnendur Haga höfðu meðal annars lýst sig reiðubúna til þess að hrófla ekki við staðsetningum verslana Lyfju á landsbyggðinni og selja verslanir Heilsuhússins og heildverslunina Heilsu.Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá SamkeppnisráðgjöfVeldur yfirvöldum áhyggjum Eggert telur ólíklegt að örlög samruna Haga og Olís verði þau sömu og í tilfelli Haga og Lyfju. Hins vegar sé viðbúið að skilyrðin sem félögin þurfi að gangast undir til að Samkeppniseftirlitið telji að samkeppnisröskunum sé eytt verði umfangsmikil og margþætt. Hann útskýrir að það sé ekki síður staðan á eldsneytismarkaðinum en dagvörumarkaðinum sem valdi samkeppnisyfirvöldum áhyggjum. „Í skýrslu sinni um eldsneytismarkaðinn frá árinu 2015 benti Samkeppniseftirlitið á að á öllum stigum íslenska eldsneytismarkaðarins ríkti fákeppni og að olíufélögin hefðu möguleika til þess að hafa áhrif á framboð og gæði á hverju stigi markaðarins. Taldi Samkeppniseftirlitið að sterkar vísbendingar væru um að olíufélögin samhæfðu hegðun sína í smásölu bifreiðaeldsneytis. Auk þess væri mikil samþjöppun, hegðun neytenda og aðgangshindranir uppskrift að því að einstök olíufélög gætu nýtt sér einhliða markaðsstyrk sinn,“ nefnir Eggert.Breyting til batnaðar Hann segir að hvað höfuðborgarsvæðið varði, þá virðist ljóst að staðan á eldsneytismarkaðinum hafi breyst til batnaðar eftir komu bandaríska risans Costsco til landsins á síðasta ári. „Það er þó mikilvægt að Costco verði ekki gert erfitt um vik að því er varðar innkaup á eldsneyti til endursölu. Olíufélögin þrjú eiga jú meðal annars alla olíutankana.“ Hvað landsbyggðina áhrærir segir Eggert að Samkeppniseftirlitið vilji ekki að Hagar – í krafti sinnar sterku markaðsstöðu – tengi saman viðskipti með eldsneyti og dagvöru á þann hátt sem hindri aðgang að landsbyggðarmörkuðum umfram það sem þegar er.“ Samkeppnisyfirvöld muni horfa heildstætt á málið og líta til þess að samruni N1 og Festar stendur auk þess fyrir dyrum. Dagvörumarkaðurinn og bensínmarkaðurinn séu fákeppnismarkaðir og því sé ekki ólíklegt að yfirvöld muni nýta tækifærið, ef svo má segja, til þess að ýta úr vegi aðgangshindrunum og setja báðum samrununum ýmis skilyrði í þeim tilgangi.Tryggi sjálfstæði Olís sem keppinautar Að mati Eggerts mun Samkeppniseftirlitið líklega setja kaupum Haga á Olís einhver stjórnunarleg skilyrði til þess að tryggja sjálfstæði Olís sem keppinautar á eldsneytismarkaðinum. „Slík skilyrði gætu til dæmis kveðið á um að stjórnarmenn séu óháðir, líkt og gert var þegar fjárfestingasjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, keypti Skeljung.“ Í umræddu máli voru kaupin leidd af framtakssjóðnum SÍA II, í rekstri Stefnis, en meðal hluthafa voru lífeyrissjóðir, aðrir stofnanafjárfestar og einkafjárfestar. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekið fram að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða í samkeppnisfyrirtækjum kallaði á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi. Hætta væri á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrirtækjum gæti leitt til röskunar á samkeppni. Af þeim sökum taldi eftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar og setja samrunanum ýmis stjórnunarleg skilyrði. Í því sambandi má benda á að lífeyrissjóðir eiga um 55 prósenta beinan hlut í Högum, 53 prósenta hlut í N1 og 39 prósent í Skeljungi, en síðarnefndu félögin tvö eru helsti keppinautar Olís á eldsneytismarkaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Líklegt má telja að Samkeppniseftirlitið setji kaupum Haga á Olís annars vegar og N1 á Festum hins vegar umfangsmikil og margþætt skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. Þetta er mat Eggerts B. Ólafssonar, lögfræðings hjá ráðgjafarfyrirtækinu Samkeppnisráðgjöf. „Það er næsta víst að Samkeppniseftirlitinu er mjög umhugað um að samsteypuáhrif og aukin samþætting á matvörumarkaði og eldsneytismarkaði verði ekki til þess að torvelda aðgang nýrra keppinauta að þessum mörkuðum,“ segir hann. Samkeppnisyfirvöld muni líklega meðal annars endurskoða og jafnvel fella niður innan tiltekins tíma undanþágu vegna samrekstrar Olís og N1 á Olíudreifingu, sem sér um birgðahald og dreifingu fyrir olíufélögin tvö. Eins og greint var frá í vikunni telur Samkeppniseftirlitið að kaup Haga á Olís raski samkeppni að öðru óbreyttu. Verða þau þannig ekki samþykkt skilyrðalaust. Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar kom fram að stjórn félagsins hefði samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við eftirlitið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem um ræðir. Samkeppniseftirlitið hefur auk þess til skoðunar samruna N1 og Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, en búist er við að niðurstaða eftirlitsins liggi fyrir á öðrum fjórðungi ársins. Líkt og kunnugt er ógilti eftirlitið kaup Haga á Lyfju síðasta sumar með þeim röksemdum að kaupin myndu leiða til „skaðlegrar samþjöppunar“ á mörkuðum fyrirtækjanna, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Taldi eftirlitið jafnframt ekki að tillögur Haga að skilyrðum væru til þess fallnar að afstýra þeim samkeppnishömlum sem annars myndu stafa af samrunanum. Stjórnendur Haga höfðu meðal annars lýst sig reiðubúna til þess að hrófla ekki við staðsetningum verslana Lyfju á landsbyggðinni og selja verslanir Heilsuhússins og heildverslunina Heilsu.Eggert B. Ólafsson, lögfræðingur hjá SamkeppnisráðgjöfVeldur yfirvöldum áhyggjum Eggert telur ólíklegt að örlög samruna Haga og Olís verði þau sömu og í tilfelli Haga og Lyfju. Hins vegar sé viðbúið að skilyrðin sem félögin þurfi að gangast undir til að Samkeppniseftirlitið telji að samkeppnisröskunum sé eytt verði umfangsmikil og margþætt. Hann útskýrir að það sé ekki síður staðan á eldsneytismarkaðinum en dagvörumarkaðinum sem valdi samkeppnisyfirvöldum áhyggjum. „Í skýrslu sinni um eldsneytismarkaðinn frá árinu 2015 benti Samkeppniseftirlitið á að á öllum stigum íslenska eldsneytismarkaðarins ríkti fákeppni og að olíufélögin hefðu möguleika til þess að hafa áhrif á framboð og gæði á hverju stigi markaðarins. Taldi Samkeppniseftirlitið að sterkar vísbendingar væru um að olíufélögin samhæfðu hegðun sína í smásölu bifreiðaeldsneytis. Auk þess væri mikil samþjöppun, hegðun neytenda og aðgangshindranir uppskrift að því að einstök olíufélög gætu nýtt sér einhliða markaðsstyrk sinn,“ nefnir Eggert.Breyting til batnaðar Hann segir að hvað höfuðborgarsvæðið varði, þá virðist ljóst að staðan á eldsneytismarkaðinum hafi breyst til batnaðar eftir komu bandaríska risans Costsco til landsins á síðasta ári. „Það er þó mikilvægt að Costco verði ekki gert erfitt um vik að því er varðar innkaup á eldsneyti til endursölu. Olíufélögin þrjú eiga jú meðal annars alla olíutankana.“ Hvað landsbyggðina áhrærir segir Eggert að Samkeppniseftirlitið vilji ekki að Hagar – í krafti sinnar sterku markaðsstöðu – tengi saman viðskipti með eldsneyti og dagvöru á þann hátt sem hindri aðgang að landsbyggðarmörkuðum umfram það sem þegar er.“ Samkeppnisyfirvöld muni horfa heildstætt á málið og líta til þess að samruni N1 og Festar stendur auk þess fyrir dyrum. Dagvörumarkaðurinn og bensínmarkaðurinn séu fákeppnismarkaðir og því sé ekki ólíklegt að yfirvöld muni nýta tækifærið, ef svo má segja, til þess að ýta úr vegi aðgangshindrunum og setja báðum samrununum ýmis skilyrði í þeim tilgangi.Tryggi sjálfstæði Olís sem keppinautar Að mati Eggerts mun Samkeppniseftirlitið líklega setja kaupum Haga á Olís einhver stjórnunarleg skilyrði til þess að tryggja sjálfstæði Olís sem keppinautar á eldsneytismarkaðinum. „Slík skilyrði gætu til dæmis kveðið á um að stjórnarmenn séu óháðir, líkt og gert var þegar fjárfestingasjóður í rekstri Stefnis, dótturfélags Arion banka, keypti Skeljung.“ Í umræddu máli voru kaupin leidd af framtakssjóðnum SÍA II, í rekstri Stefnis, en meðal hluthafa voru lífeyrissjóðir, aðrir stofnanafjárfestar og einkafjárfestar. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var tekið fram að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða í samkeppnisfyrirtækjum kallaði á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi. Hætta væri á því að óskýrt eignarhald og takmarkað eigendaaðhald í atvinnufyrirtækjum gæti leitt til röskunar á samkeppni. Af þeim sökum taldi eftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar og setja samrunanum ýmis stjórnunarleg skilyrði. Í því sambandi má benda á að lífeyrissjóðir eiga um 55 prósenta beinan hlut í Högum, 53 prósenta hlut í N1 og 39 prósent í Skeljungi, en síðarnefndu félögin tvö eru helsti keppinautar Olís á eldsneytismarkaði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair og Hagar vanmetnustu félögin á markaði Hagar og Icelandair Group eru vanmetnustu félögin á hlutabréfamarkaði en HB Grandi það langsamlega dýrasta að mati greinenda Capacent. 25. janúar 2018 08:00
Samkeppniseftirlitið samþykkir ekki samruna Olís og Haga án skilyrða Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna kaupa félagsins á Olíuverzlun Íslands hf., Olís, og fasteignafélagsins DGV ehf. 29. janúar 2018 08:53