Norrænn framtakssjóður kaupir hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið yfirtekið af framtakssjóði í rekstri norræna fjárfestingafélagsins Axcel. Þetta er fyrsta fjárfesting Axcel hér á landi en seljendur eru bandarískt félag sem keypti LS Retail fyrir fáeinum árum. 9.12.2025 21:29
Heiðar freistar þess að komast í stjórn Íslandsbanka Hópur sem Heiðar Guðjónsson fer fyrir stendur að baki kröfu um boðað verði til sérstaks hluthafafundar hjá Íslandsbanka en sem einn stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum freistar hann þess að komast í stjórn bankans. 9.12.2025 16:43
Birgir selur sig út úr Dominos á Íslandi í þriðja sinn Ríflega fjórum árum eftir að fjárfestirinn Birgir Þór Bieldvedt og eiginkona hans komu að því í þriðja sinn að kaupa Dominos á Íslandi í samfloti með öðrum innlendum fjárfestum hafa þau núna selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í félaginu. 9.12.2025 12:47
Lækka talsvert verðmatið en ráðleggja fjárfestum áfram að kaupa í Alvotech Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna. 8.12.2025 17:02
Tveir af stærri hlutabréfasjóðum landsins stækka stöðu sína í SKEL Tveir af umsvifameiri hlutabréfasjóðum landsins hafa að undanförnu verið að byggja upp stöðu í SKEL en á sama tíma hefur einn af stærstu hluthöfum fjárfestingafélagsins haldið áfram að minnka við hlut sinn. 8.12.2025 15:59
„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert. 6.12.2025 12:16
Eru í „góðum samskiptum“ við FDA en óvissa með áhrifin á aðrar hliðstæður Alvotech segist vera í „góðum samskiptum“ við FDA, til þess að skýra stöðu mála og næstu skref, eftir að það hafnaði að svo stöddu að veita markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Simponi en svarar ekki beint hvað hafi komið fram í svarbréfi eftirlitsins til félagsins undir lok síðasta mánaðar. 4.12.2025 13:21
Telja Oculis verulega undirverðlagt í fyrsta verðmati sínu á félaginu Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa bæst í hóp fjölmargra erlendra fjármálafyrirtækja sem fjalla reglulega um líftæknifyrirtækið Oculis og verðmeta það núna hæst allra greinenda. 3.12.2025 15:54
Líkur á frekari vaxtalækkunum aukast enn með hertum lánþegaskilyrðum Ákvörðun fjármálstöðugleikanefndar um að herða á reglum um greiðslubyrði fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda hefur ýtt undir verðhækkanir á mörkuðum, bæði hlutabréfum og skuldabréfum, en aðgerðir Seðlabankans ættu að auka enn líkur á frekari vaxtalækkunum. 3.12.2025 14:25
Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu. 2.12.2025 16:22