Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða

Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu.

Hækkun veiði­gjalda mun setja „tölu­verða pressu“ á fram­legðar­hlut­fall Brims

Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.

„Allt í boði“ með ein­földun reglu­verks sem minnkar veru­lega þróunar­kostnað

Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út.

Vilja að ráð­herra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Lands­bankanum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

Sjá meira