Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið. 10.12.2025 17:36
Framtakssjóður hjá VEX fjárfestir í Kóða og verður stærsti hluthafinn Framtakssjóður í rekstri VEX hefur gengið frá fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða, sem rekur meðal annars Kelduna, og verður eftir kaupin stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. 10.12.2025 15:20
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. 10.12.2025 09:38
Norrænn framtakssjóður kaupir hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur verið yfirtekið af framtakssjóði í rekstri norræna fjárfestingafélagsins Axcel. Þetta er fyrsta fjárfesting Axcel hér á landi en seljendur eru bandarískt félag sem keypti LS Retail fyrir fáeinum árum. 9.12.2025 21:29
Heiðar freistar þess að komast í stjórn Íslandsbanka Hópur sem Heiðar Guðjónsson fer fyrir stendur að baki kröfu um boðað verði til sérstaks hluthafafundar hjá Íslandsbanka en sem einn stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópnum freistar hann þess að komast í stjórn bankans. 9.12.2025 16:43
Birgir selur sig út úr Dominos á Íslandi í þriðja sinn Ríflega fjórum árum eftir að fjárfestirinn Birgir Þór Bieldvedt og eiginkona hans komu að því í þriðja sinn að kaupa Dominos á Íslandi í samfloti með öðrum innlendum fjárfestum hafa þau núna selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í félaginu. 9.12.2025 12:47
Lækka talsvert verðmatið en ráðleggja fjárfestum áfram að kaupa í Alvotech Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa lækkað talsvert verðmat sitt á Alvotech en ráðleggja fjárfestum samt að bæta við sig bréfum og telja að búið sé að verðleggja að fullu inn í hlutabréfaverð félagsins – og meira til – áskoranir til skamms tíma sem komu til vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðuna. 8.12.2025 17:02
Tveir af stærri hlutabréfasjóðum landsins stækka stöðu sína í SKEL Tveir af umsvifameiri hlutabréfasjóðum landsins hafa að undanförnu verið að byggja upp stöðu í SKEL en á sama tíma hefur einn af stærstu hluthöfum fjárfestingafélagsins haldið áfram að minnka við hlut sinn. 8.12.2025 15:59
„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert. 6.12.2025 12:16
Eru í „góðum samskiptum“ við FDA en óvissa með áhrifin á aðrar hliðstæður Alvotech segist vera í „góðum samskiptum“ við FDA, til þess að skýra stöðu mála og næstu skref, eftir að það hafnaði að svo stöddu að veita markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Simponi en svarar ekki beint hvað hafi komið fram í svarbréfi eftirlitsins til félagsins undir lok síðasta mánaðar. 4.12.2025 13:21