Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flutnings­kostnaður raf­orku rokið upp og er marg­falt meiri en í nágranna­löndum

Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun meiri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun.

Minnkar gjald­eyris­kaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu

Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár.

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Ætti ekki endi­lega að hafa á­hrif á um­sóknir um aðrar hlið­stæður Al­vot­ech

Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni.

Sjá meira