„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“ Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni. 29.8.2025 15:56
Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjárfesta í hlutabréfum Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins. 29.8.2025 12:10
Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svigrúm til að lækka eiginfjárhlutfallið Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu. 28.8.2025 11:31
Verðbólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra greinenda Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil. 28.8.2025 10:33
Fjármagn streymdi í blandaða fjárfestingasjóði í síðasta mánuði Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði. 27.8.2025 16:06
Festi á siglingu en lækkun á gengi krónunnar „gæti hægt á ferðinni“ Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu. 27.8.2025 15:28
Afkoman undir væntingum en stjórnendur „nokkuð ánægðir“ vegna mikillar óvissu Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum. 27.8.2025 14:55
Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023. 27.8.2025 12:36
Fækkað í framkvæmdastjórn Eikar með uppstokkun á skipuriti félagsins Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor. 26.8.2025 17:07
Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar „Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu. 26.8.2025 16:36