Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spyr hvaðan á peningurinn eigi að koma til að greiða hærri auðlinda­skatta

Í annað sinn á skömmum tíma er verðmat á Kaldvík lækkað talsvert, meðal annars vegna ytri áfalla og mun minni framleiðslu í ár en áður var búist við, enda þótt félagið sé enn sagt vera undirverðlagt á markaði. Í nýrri greiningu segir að miðað við rekstrarafkomuna sé erfitt að sjá hvaðan peningurinn eigi að koma til að standa undir boðaðri hækkun á auðlindaskatti.

Hækkar hag­vaxtar­spána en varar við hættu á leið­réttingu vegna gervi­greindar

Hagvöxtur á heimsvísu er talinn haldast nokkuð stöðugur og nema 3,3 prósentum árið 2026, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lítillega hærra en áður var talið. Aðalhagfræðingur sjóðsins varar við hættu á leiðréttingu ef miklar fjárfestingar í gervigreind skila sér ekki í meiri arðsemi og framleiðni.

Matar­verðbólgan stafar núna „aðal­lega af inn­lendum þáttum“

Verðbólga í matvælum og drykkjarvörum stafar núna að stórum hluta af innlendum þáttum, sem meðal annars skýrir miklar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum, á meðan við erum að sjá innfluttar vörur hækka almennt lítið í verði, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins.

Búast við enn betri rekstrar­af­komu og hækka verðmatið á Amaroq

Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung.

Ó­vissan „allt­um­lykjandi“ og verð­bólgan gæti teygt sig í fimm pró­sent

Útlit er fyrir mun verri niðurstöðu í verðbólgumælingunni á fyrsta mánuði ársins en áður var spáð, einkum vegna „hrærigrautar“ í boði hins opinbera, og að árstakturinn muni hækka í fimm prósent, að mati hagfræðinga Arion banka. Gangi það eftir er afar ósennilegt að vextir Seðlabankans lækki í næsta mánuði, nema þá mögulega ef tölur af vinnumarkaði gefa til kynna „snöggkólnun“ í hagkerfinu.

Hækka verðmatið á Brim sem er samt tals­vert undir markaðs­gengi

Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Sjá meira