Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23.11.2023 10:29
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23.11.2023 07:33
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23.11.2023 06:57
Segja aðeins um 130 á ári munu þarfnast frekari rannsókna Forsvarsmenn Intuens íhuga nú hvernig fyrirtækið hyggst svara gagnrýni fagfélaga lækna á svokallaða heilskimun, sem Intuens hefur kynnt til sögunnar hér á landi. 22.11.2023 10:55
Búið að hafa samband við þá 78 íbúa sem fá að fara heim í dag Haft hefur verið samband við 78 íbúa Grindavíkur sem fá að fara inn í bæinn í dag og vitja um heimili sín og persónulega muni. Líkt og undanfarna daga hefjast aðgerðir klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. 22.11.2023 08:15
Altman snýr aftur til OpenAI Sam Altman, einn stofnenda OpenAI, mun snúa aftur í forstjórastólinn aðeins dögum eftir að stjórn fyrirtækisins lét hann fjúka. Ákvörðunin um að láta Altman fara var harðlega mótmælt og niðurstaðan sú að stjórnarmeðlimum verður skipt út fyrir nýja. 22.11.2023 07:56
Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. 22.11.2023 07:09
Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22.11.2023 06:48
Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar og slagsmála á veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Í öðru tilvikinu reyndist einn slasaður og var annar handtekinn fyrir líkamsárás. 22.11.2023 06:32
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22.11.2023 06:25