Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Rofar til síðdegis en ekki sést til vorsins í kortunum

Fjallvegir víða um land voru ófærir í morgun og var mjög blint sums staðar á norðanverðu landinu, Vestur- og Austfjörðum. Draga á úr vindi og éljum um miðjan dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar og er meinlítið veður í kortunum næstu daga. Lægðirnar séu þó að gera sig heimkomnar og áfram megi búast við að loka gæti þurft vegum á næstu vikum.

Tveir samningar undir­ritaðir en enn eru nokkrir eftir

Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 

Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Ís­landi

Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu.

Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu

Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. 

Hafa ekki enn náð að yfir­heyra mennina sökum á­stands

Tilraunir lögreglu til að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum hafa ekki borið árangur sökum ástands þeirra. Takist það ekki seint í kvöld þurfi að skoða aðrar ráðstafanir þar sem lögregla hefur aðeins heimild til að halda einstaklingum í sólarhring. 

Ekkert lát á mót­mælum í Frakk­landi

Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 

Telja ó­lík­legt að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti

Ekki var hægt að yfirheyra mennina tvo, sem handteknir voru í morgun í tengslum við andlát í Þingholtunum í Reykjavík, fyrr en síðdegis sökum ástands þeirra. Lögregla segir það ekki talið líklegt að svo stöddu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en það mun skýrast betur í dag. 

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Skiptir máli að finna á­hugann þegar erfið mál skekja hreyfinguna

Breytingar urðu á stjórn Vinstri grænna á Landsfundi flokksins í dag. Forsætisráðherra og formaður flokksins segir áhuga Landsfundargesta ákveðna vítamínsprautu fyrir hreyfinguna sem hefur glímt við erfið mál að undanförnu. Nýjar stefnur í málefnum fatlaðs fólks og orkumálum voru meðal annars afgreiddar í dag.

Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse

Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en  íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 

Sjá meira