Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ein hópuppsögn í nóvember

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember þar sem fjórtán starfsmönnum var sagt upp störfum í sérfræði- tækni- og vísindalegri starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu janúar til apríl 2022.

Bæta við þremur á­fanga­stöðum

Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins.

Fjórir slösuðust þegar gömul sprengja sprakk í München

Fjórir slösuðust í gær þegar 250 kílógramma sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sprakk á byggingarsvæði nærri járnbrautarlínu í München í Þýskalandi. Minnst einn er alvarlega slasaður að sögn yfirvalda en atvikið olli samgöngutruflunum.

Fimm­tíu milljarða við­snúningur í við­skipta­jöfnuði

13,1 milljarða króna afgangur var á viðskiptajöfnuði við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það er 50 milljarða króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 12,5 milljarða króna betri en á sama fjórðungi árið 2020. 31,1 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2021.

Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár

Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra.

Sjá meira