Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala í nýrri könnun Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heldur áfram að dala og mælist nú 5,9 prósent í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Sjálfstæðisflokkur mælist með rúmlega 23 prósenta fylgi og Samfylkingin með rúmlega 22 prósent. 14.2.2023 07:19
Vatnavextir og leysingar setja samgöngur sums staðar úr skorðum Vatnavextir og leysingar undanfarið hafa víða sett samgöngur úr skorðum hér á landi. Skeiða- og Hrunamannavegi hefur þannig verið lokað við Stóru-Láxá. Búast má við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti sólarhring, þar til síðdegis á þriðjudag. 14.2.2023 07:02
Reyndist vera að framkvæma andlega athöfn með logandi kyndli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í húsnæði í Hafnarfirði. Í ljós kom að húsráðandi hafi þar verið að framkvæma einhvers konar andlega athöfn með logandi kyndli. 14.2.2023 06:48
Skjálftar á Kolbeinseyjarhrygg í nótt Um 1:15 í nótt hófst skjálftahrina um 200 kílómetra norður af Gjögurtá. Mælst hafa fimm skjálftar stærri en 3,0 að stærð af þeim voru tveir stærstu voru 3,6 að stærð. 14.2.2023 06:35
Sylvía Rut ráðin upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Lilju Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 13.2.2023 15:24
Jóna Katrín nýr skólameistari ML Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023. 13.2.2023 15:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu á bensínstöð við Álfheima Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um sprengingu við bensínstöð Olís á mótum Álfheima og Suðurlandsbraut skömmu fyrir klukkan 14:30 í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 13.2.2023 14:36
Agl, Blom, Výrin, Ganna og Jóga færð í mannanafnaskrá Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um eiginnöfnin Agl, Výrin og Blom og fært nöfnin á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn. 13.2.2023 14:29
Ásgerður tekur sæti Gylfa í peningastefnunefnd Seðlabankans Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni. 13.2.2023 13:46
Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. 13.2.2023 10:32