Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13.12.2023 09:03
Samkomulag á COP28 í höfn COP28-loftsráðstefnunni í Dubaí lauk nú á áttunda tímanum sem tímamóta samkomulagi þar sem ríki heims eru hvött til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. 13.12.2023 07:35
Ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Vök Baths Kristín Dröfn Halldórsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Vök Baths ehf. 13.12.2023 07:05
Djúp lægð nálgast og gular viðvaranir taka gildi Djúp lægð er nú stödd skammt austur af Hvarfi og hún nálgast landið í dag. Lægðin beinir til landsins hlýrri suðlægri átt, allhvössum vindi eða strekkingi og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands, en vætu með köflum á norðausturhluta landsins. 13.12.2023 06:57
Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall. 13.12.2023 06:29
Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13.12.2023 06:14
Fimm látnir eftir að lyfta hrapaði í Svíþjóð Fimm eru látnir eftir að lyfta hrapaði um tuttugu metra til jarðar á byggingarsvæði í Ursvik í Sundbyberg, norðvestur af Stokkhólmi, í gær. 12.12.2023 11:17
Jón nýr prófessor við verkfræðideild HR Dr. Jón Guðnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. 12.12.2023 11:02
Engar bætur vegna seinkunar vélar sem varð fyrir eldingu Viðskiptavinir Play fá engar bætur vegna aflýsingar á flugi flugfélagsins frá Keflavíkurflugvelli til Alicante í desember á síðasta ári eftir að eldingu hafði lostið niður í vélina. 12.12.2023 08:54
Von á rigningu eða snjókomu seinni partinn Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og yfirleitt þurrt og kalt veður. Úrkomusvæði mun nálgast dálítið úr vestri í dag og mun þykkna upp á Suður- og Vesturlandi. Þannig má má búast við rigningu eða snjókomu með köflum á þeim slóðum síðdegis og mun hlýna smám saman. Austanlands verður lengst af þurrt og bjart. 12.12.2023 07:43