Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Launamunur kynjanna eykst

Niðurstöðurnar sýna að kynbundinn launamunur innan VR er 11,3 prósent í dag og hefur ekki dregist saman á síðustu árum.

Konur í meirihluta í lögreglunámi

Alls 76 konur eru innritaðar á haustönn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri en í námið eru nú skráðir 150 nemendur.

Bjóða foreldrum lán fyrir tölvu með vöxtum

Foreldri barns í Vallaskóla á Selfossi segir strjúka sér öfugt að sveitarfélag láni fyrir námsgögnum með vöxtum. Kennari við skólann segir hugmyndinni vel tekið. "Ekki í anda grunnskólalaga,“ segir stjórnarmaður Heimila og skóla.

Tilkynningarskyldan gengur fyrir trúnaðarskyldunni í hugsanlegum ofbeldismálum

Þórólfur Guðnason, settur landlæknir, segir ekki tímabært að svara spurningum um mál barnageðlæknisins sem vísbendingar eru um að hafi látið hjá líða að tilkynna grun um alvarlegt kynferðisofbeldi gegn barni sem hann hafði til meðferðar, fyrr en fjallað hefur verið um málið með formlegum hætti innan Embættis landlæknis.

PCC fær afslátt af rykútblæstri

Umhverfisstofnun gerir í tillögu að starfsleyfi fyrir PCC Bakki Silicon hf. ráð fyrir að kísilverið fái heimild til að losa fjórfalt meira af rykútblæstri fyrstu tvö rekstrarárin en kveðið er um í lagaákvæðum sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins frá 2010.