
Þorlákur tekinn við ÍBV
Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal.
Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal.
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, sparaði ekki stóru orðin þegar kom að frammistöðu Elvars Baldvinssonar í tapi Vestra gegn KA á Akureyri.
Átta leikmenn og tveir þjálfarar hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir hina æsispennandi lokaumferð sem fram undan er í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi.
Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn.
Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð.
Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans.
Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að verða fljótur að greiða upp skuld sína við búlgarska félagið CSKA 1948. FIFA dæmdi Viðar í sex mánaða keppnisbann sem hann getur losnað úr með því að greiða skuldina.
Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.
Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja.
Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.
Leikjahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar, Daníel Laxdal, leikur sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn.
Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.
Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari.
Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun ekki stýra liði sínu þegar liðið mætir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag þar sem hann tekur út leikbann.
Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.
HK vann hádramatískan sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld en sigurmarkið kom í uppbótartíma.
KR stökk yfir lækinn og vann Fylki með einu marki gegn engu. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Vitað var fyrirfram að þeir væru fallnir og KR væri búið að bjarga sér frá falli.
Framherjinn Viðar Örn Kjartansson hefur verið dæmdur í sex mánaða bann af FIFA en bannið er tilkomið vegna framkvæmdar á starfslokum hans hjá CSKA Sofia í Búlgaríu.
Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika.
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og tryggði sér draumaúrslitaleik gegn Víkingi í lokaumferðinni um Íslandsmeistaratitilinn. Halldór Árnason, þjálfari Blika, var afar ánægður með úrslitin.
Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og draumaúrslitaleikurinn gegn Víkingi í lokaumferðinni verður að veruleika. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið og tryggði heimamönnum stigin þrjú.
Boðið var upp á mikla dramatík í leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í dag en bæði lið skoruðu mörk í uppbótartíma en aðeins mark Víkinga fékk að standa.
„Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum.
Víkingur vann afar dramatískan 4-3 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Akranes í næstsíðuustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var Danijel Dejan Djuric sem skoraði sigurmark Víkings á lokaandartökum leiksins.
Elfar Árni Aðalsteinsson var maður dagsins þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra í neðri hluta úrslitakeppninnar en Vestramenn hefðu nánast bjargað sér frá falli með sigri.
Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu.
Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins.
Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta.
Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.