Mjólkurbikarinn

Mjólkurbikarinn

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla og kvenna í knattspyrnu.

Fréttamynd

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og draumur að rætast“

„Þetta er bara geggjað, þetta er eins og draumur að rætast,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þróttar, eftir 4-0 sigur síns liðs gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“

„Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram

Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.  Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn