Undir hvers annars áhrifum Systkinin Margrét Kristín, Sölvi og Elsa María Blöndal eru líkari inn við beinið en kann að virðast við fyrstu sýn. Þessu komst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir að þegar hún saup á kaffi með þeim á einu heitasta síðkvöldi sumarsins 2012. Tónlist 20. ágúst 2012 10:59
Hrærð yfir viðbrögðum fólks Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies, hóf nýverið að hanna skartgripi undir nafninu Carma Camilla. Henni var boðin þátttaka á sölusýningu í Los Angeles í síðustu viku auk þess sem hún sérhannaði skartgrip fyrir söngkonuna Natöshu Bedingfield. Tónlist 20. ágúst 2012 10:00
Elabórat á Jazzhátíð Guðmundur Pétursson heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 21. ágúst á Faktorý kl. 22. Þar mun hann leika tónlist af plötunni Elabórat og fleira efni. Tónleikarnir eru ferðalag þar sem ægir saman ströngum útsetningum, frjálsum spuna, elektrónísku rokki, glam-jazzi og kraut-blús, segir í tilkynningu Jazzhátiðar. Tónlist 20. ágúst 2012 09:32
Gleymdar konur á menningarnótt Dagskrá menningarnóttar helguð fjórum íslenskum kventónskáldum á menningarnótt. Menning 20. ágúst 2012 00:00
Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið. Tónlist 19. ágúst 2012 11:00
Patti Smith tróð upp með Russell Crowe Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Tónlist 18. ágúst 2012 22:30
Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu. Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu. Tónlist 17. ágúst 2012 16:34
Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur. Tónlist 17. ágúst 2012 14:15
Jimi Tenor í Norræna húsinu Finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor stendur fyrir tveimur mismunandi viðburðum í Norræna húsinu um helgina. Tónlist 17. ágúst 2012 10:31
Tónleikaferðalag um Tyrkland Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi. Tónlist 17. ágúst 2012 03:00
Fjórar nýjar stafrænar Stafræna útgáfan Ching Ching Bling Bling hefur gefið út fjórar plötur sem fást allar ókeypis til niðurhals á heimasíðu fyrirtækisins. Tónlist 17. ágúst 2012 00:01
Betri en flest Kvikmyndir leikstjórans Woodys Allen eru orðnar fleiri en 40 talsins og á hverju ári bætir hann að minnsta kosti einni í bunkann. Gagnrýni 17. ágúst 2012 00:01
Samkeppni um titil á bók J. K. Rowling Bókaforlagið Bjartur fer óvenjulega leið við að snara titli nýjustu skáldsögu J. K. Rowling yfir á íslensku. Bókin nefnist The Casual Vacancy á ensku og kemur út í Bretlandi 27. Menning 16. ágúst 2012 13:30
Rómantík, dramatík og erótík Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson blása til stofutónleika að kvöldi föstudags. Menning 16. ágúst 2012 13:19
Sjón ræðir eyjasamfélög í Edinborg Rithöfundurinn Sjón situr fyrir svörum í hlaðvarpsviðtali á vefsíðu breska dagblaðsins The Guardian. Menning 16. ágúst 2012 13:04
Fleiri listamenn á Airwaves Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt fleiri tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni í ár. Tónlist 16. ágúst 2012 12:55
Kvikmynd um ævi Gertrude Bell í bígerð Leikstjórinn Werner Herzog hyggst leikstýra mynd um ævi Gertrude Bell. Naomi Watts hefur tekið að sér að leika Bell og líklegt er að Robert Pattinson fari með hlutverk T. E. Lawrence í kvikmyndinni. Menning 16. ágúst 2012 10:00
Geiri Sæm tekur Froðuna aftur Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt. Tónlist 16. ágúst 2012 09:00
Ferskur og flottur Frank Nýstárleg og fersk plata frá einum af hæfileikaríkustu nýliðum poppsins. Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni. Gagnrýni 16. ágúst 2012 00:01
Kameljón Álfrúnar sett upp í Kúlunni Álfrún Örnólfsdóttir frumsýnir einleikinn Kameljón á leiklistarhátíðinni Lókal eftir rétta viku. Menning 15. ágúst 2012 19:00
Góðir grænjaxlar Early Birds inniheldur fimmtán lög sem Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason hljóðrituðu á árunum 1998-2000. Gagnrýni 15. ágúst 2012 00:01
Áhrifamáttur útnárans Metnaðarfull sýning sem líður fyrir að reyna að gera of margt í einu. Er meira lókal en glóbal. Dr. Hlynur Helgason sýningarstjóri segir í sýningarskrá að sýningin sé skoðun á lókalnum, heimabænum eða hinu staðbundna, gagnvart umheiminum og áhrifamiðjum hans og spennunni sem myndast þarna á milli. Gagnrýni 14. ágúst 2012 20:00
Fyrsta platan unnin í eldhúsinu hjá trommara Arcade Fire Tónlistarmaðurinn Tim Crabtree heldur tvenna tónleika í Reykjavík í vikunni. Tónlist 14. ágúst 2012 13:59
Engum til gagns Það er óðs manns æði að reyna að fara í stígvél hollenska brjálæðingsins Pauls Verhoeven, en hann leikstýrði vöðvabúntinu Arnold Schwarzenegger í kvikmyndinni Total Recall árið 1990. Leikstjórinn Len Wiseman reynir það engu að síður og kallar það nýja uppfærslu á smásögunni sem gamla myndin er byggð á. Gott og vel, við leyfum honum það. Gagnrýni 13. ágúst 2012 22:00
Margt leynist í mixinu Fín plata frá Beatmakin Troopa. Maður heyrir vel að þeir félagar Troopa og Þorkell hafa legið yfir hverju hljóði. Hljómburðurinn er líka mjög góður og það leynast mörg flott hljóð í mixinu þegar vel er hlustað. Gagnrýni 13. ágúst 2012 14:00
Kvikmyndasmiðja RIFF vinsæl ?Við sigtum aðeins úr umsækjendum og svo eru einhver úrföll en ég býst við að það verði að minnsta kosti 60 þátttakendur í ár,? segir Marteinn Þórsson umsjónarmaður fjögurra daga kvikmyndasmiðjunnar Talent Lab á Reykjavík International Film Festival, RIFF. Menning 13. ágúst 2012 12:00
Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt "Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Menning 13. ágúst 2012 08:00
Sömdu lag á innan við klukkutíma Tónlistarhátíðin Pönk á Patró var haldin á Patreksfirði í gær. Hljómsveitin Prinspóló hélt tvenna tónleika, aðra fyrir börn og unglinga en hinir síðari voru fyrir fullorðna fólkið. Þá stóð hljómsveitin fyrir frábærri tónlistarsmiðju með börnum og unglingum. Þar var meðal annars samið nýtt lag, æft og frumflutt á 53 mínútum. Að sögn viðstaddra er lagið verulega líklegt til vinsælda enda mjög grípandi en vinnuheitið er "Nei sjáðu, þarna er fugl“! Tónlist 12. ágúst 2012 12:13
Sumir eru hræddir við risann Margar af ferskustu hljómsveitum landsins eiga það sameiginlegt að vera á mála hjá einyrkjanum Haraldi Leví Gunnarssyni, sem starfrækir plötuútgáfuna Record Records. Hann segir Stíg Helgasyni að það sé ekki á döfinni að leyfa stærri útgáfu að gleypa sig. Tónlist 11. ágúst 2012 20:00