Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk

Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Ariasman, sögulega skáldsögu um Spánverjavígin á Vestfjörðum árið 1615 og aðdraganda þeirra. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar og Tapio var tekinn í yfirheyrslu af því tilefni.

Menning
Fréttamynd

Skáldsaga um glæpi

Skáldsagan Málarinn minnir um margt á fyrri skáldsögur Ólafs, sögur eins og Tröllakirkju og Vetrarferðina.

Gagnrýni
Fréttamynd

Framlengir líkamann

Ljósmyndasýning á Mokka sem samanstendur af sextán ljósmyndum sem Margrét hefur tekið síðustu mánuði.

Menning
Fréttamynd

Hver stal kökunni?

Skáldsagan Það var ekki ég sýnir á bráðfyndinn hátt hversu fljótlegt er að rústa bæði banka og vel skipulögðu lífi. Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur rithöfundur og þýðandi sem sló í gegn með þessari sögu í Þýskalandi árið 2010. Áður hafði hann sent frá sér skáldsöguna Zuhause sem gerist á Íslandi og í Þýskalandi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Brandarinn endist ekki í heila plötu

Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream.

Gagnrýni
Fréttamynd

Glíman við sundið

Kapphlaup tveggja íslenskra eldhuga, nafnanna Benedikts S. Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem þeir háðu á árunum 2007 og 2008 um að verða fyrri til að afreka að verða fyrstur Íslendinga til að synda yfir Ermarsundið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Erlent fjölmiðlafólk 300 talsins

Um þrjú hundruð manns frá fjölmiðlum víða í heiminum verða á meðal gesta á Airwaves-hátíðinni sem hefst í Reykjavík í lok mánaðarins. Fjöldinn er álíka mikill og mætti á hátíðina í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum

„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele.

Menning
Fréttamynd

Sænskir töfrar

Sænski töframaðurinn Tom Stone verður aðalgesturinn á árlegri töfrasýningu Hins íslenska töframannagildis sem verður haldin í Salnum í dag.

Menning
Fréttamynd

Muck til Evrópu

Hljómsveitin Muck er lögð af stað í tæplega tveggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Sveitin sendi frá sér plötuna Slaves fyrr á árinu og er ferðalagið liður í að fylgja útgáfunni eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Sagafilm með í Emmy-tilnefningu

Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni.

Menning
Fréttamynd

Efnafræðingurinn syngjandi

Íransk-bandaríski baritónsöngvarinn Anooshah Golesorki fer með hlutverk Luna greifa í uppfærslu Íslensku óperunnar á Il Trovatore, sem frumsýnd verður í Hörpu í kvöld. Golesorki er efnafræðingur að mennt en eftir viðdvöl á tilraunastofum og í viðskiptalífinu hefur leið hans legið um helstu óperuhús heims.

Menning
Fréttamynd

Nafnið vesen en á sama tíma lykillinn á bakvið velgengnina

Hljómsveitin Valdimar gefur út sína aðra breiðskífu, Um stund, á miðvikudaginn en hún kom í forsölu á netinu á fimmtudag. Valdimar Guðmundsson söngvari hljómsveitarinnar og Ásgeir Aðalsteinsson, gítarleikari, settust niður með Tinnu Rós Steinsdóttur.

Tónlist
Fréttamynd

Með lag í þættinum Shameless

"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð.“

Tónlist
Fréttamynd

Ragnar Jónasson fagnaði útkomu nýrrar bókar

Ragnar Jónasson rithöfundur fagnaði útkomu fjórðu bókar sinnar í verslun Eymundsson í Austurstræti í dag. Bókin, sem heitir Rof, er fjórða bók Ragnars. Fyrsta bókin hans, Fölsk nóta, kom út árið 2009. Rof segir frá tveimur ungum hjónum sem flytja árið 1955 í afskekktan eyðifjöðr. Dvölin fær snöggan endi legar önnur kvenanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Ari Þór lögreglumaður á Siglufirði reynir að fá botn í þetta sérkennilega mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Og í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni.

Menning
Fréttamynd

Popup sýning opnar á morgun

Netgalleríið Muses.is sýnir á toppnum Skrifstofuhúsnæðið Höfðatorg í Borgartúni bætir reglulega við sig fyrirtækjum en glæsilegasta hæð hússins, efsta hæðin stendur ennþá tóm. Nú hefur netgalleríið Muses.is tekið hana yfir í þeim tilgangi að setja upp sjöundu svokölluðu popup- eða skyndisýningu þar sem 19 listamenn munu sýna verk sín.

Menning
Fréttamynd

Afbragðsgóð afmælisterta

Skotheld plata sem ber nafnið Astralterta, þriggja diska viðhafnarútgáfa (þriggja hæða afmælisterta) sem inniheldur myndina sjálfa, plötuna Með allt á hreinu endurhljóðblandaða og 15 laga aukadisk.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hasselhoff til landsins

David Hasselhoff, einnig þekktur sem strandarvörðurinn í Baywatch, mun koma hér til lands og halda tónleika.

Tónlist
Fréttamynd

Bat For Lashes gefa út nýja plötu

Umslag nýju plötunnar er er bæði ögrandi og óvenjulegt. Þar situr Khan fyrir allsnakin með nakinn karlmann vafin utan um sig. ,,Mig langaði að strípa mig algjörlega niður og heiðra konur eins og Patti Smith sem eru lausar við alla tilgerð og eru heiðarlegar,“ sagði hún í viðtali við NME.

Tónlist
Fréttamynd

Hyldýpi til Danmerkur

Íslenski sviðslistahópurinn Sublimi mun í næstu viku frumsýna nýtt íslenskt verk á sviðslistahátíðinni Junge Hunde í Árósum. Verkið ber heitið Hyldýpi eða Abyss.

Tónlist
Fréttamynd

Pippa gefur út bók fyrir jólin

Pippa Middleton, 29 ára, var glæsileg þegar hún var mynduð á hlaupum um götur Lundúna í gær með kaffi, sólgleraugu og rautt hliðarveski. Pippa situr ekki auðum höndum því fyrir jólin kemur út bók eftir hana "Celebrate: A Year of Festivities for Families and Friends" þar sem hún rifjar upp árið sem friðurinn varð úti og hún varð heimsþekkt eins og systir hennar sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins.

Menning
Fréttamynd

Fyndið, fullorðins og frábært

Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkúsinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir fullorðna. Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fulorðinssirkúskvöld sem kallast Skinnsemi - því þar er oft sýnt svo mikið skinn.

Menning
Fréttamynd

Háhyrningar stela senunni

Dögg Mósesdóttir, framkvæmdarstjóri alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave þarf að færa hátíðina vegna þess að háhyrningar sem hafast við í firðinum á þessum tíma árs hafa nú stolið senunni.

Menning