Kristinn snýr aftur heim Kristinn Marinósson er farinn aftur heim og leikur með uppeldisfélaginu, Haukum, í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Karfan greinir frá. Körfubolti 4. júní 2018 22:12
LeBron James hlýtur að vera mjög pirraður þegar hann skoðar þessa tölfræði Cleveland Cavaliers er 2-0 undir í lokaúrslitum NBA-deildarinnar þrátt fyrir að LeBron James sé að bjóða upp á 40 stig, 10,5 stoðsendingar og 8,5 fráköst að meðaltali í leik. Ef hann hefur einhvern tímann skort hjálp frá liðsfélögunum þá er það einmitt núna. Körfubolti 4. júní 2018 19:30
Golden State liðið er að hlaupa yfir LeBron og félaga Golden State Warriors er í góðum málum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum á móti Cleveland Cavaliers. Körfubolti 4. júní 2018 17:30
Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Bob McKillop, þjálfari körfuboltaliðs Davidson háskólans, var aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði hér á landi um helgina. Hann hefur þjálfað Jón Axel Guðmundsson síðustu tvö ár og ber honum vel söguna. Körfubolti 4. júní 2018 09:00
Curry setti met er Warriors pakkaði Cleveland saman Meistarar Golden State Warriors eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Cleveland Cavaliers. Warriors vann örugglega í nótt, 122-103. Körfubolti 4. júní 2018 07:17
Thompson sektaður fyrir ósætti í lok fyrsta leik úrslitanna Tristan Thompson var sektaður fyrir hegðun sína undir lok fyrsta leiks Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitarimmu NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. júní 2018 12:00
Vinsælasti þátturinn af Dallas kom við sögu í langbestu fyrirsögn dagsins um NBA úrslitin Hver hefði séð fyrir sér að sjónvarpsþátturinn Dallas kæmi við sögu í fyrirsögn um fyrsta úrslitaleik Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Það var hinsvegar raunin í dag og það er óhætt að segja að þar hafi verið á ferðinni langbesta fyrirsögn dagsins. Körfubolti 1. júní 2018 23:30
Tryggvi og félagar úr leik Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia eru úr leik í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir tap gegn Herbalife Gran Canaria í oddaleik í 8-liða úrslitum. Körfubolti 1. júní 2018 21:55
51 stig frá James dugði ekki til og meistararnir komnir yfir eftir framlengingu Meistararnir í Golden State Warriors eru komnir með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu eftir framlengdan fyrsta leik einvígisins gegn Cleveland Cavaliers. Golden State vann að lokum, 124-114. Körfubolti 1. júní 2018 07:45
Raðaði upp leikmönum lokaúrslita NBA eftir mikilvægi þeirra Lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjast í nótt en þar mætast Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors fjórða árið í röð. Körfubolti 31. maí 2018 16:15
Reykti kannabis fyrir leiki í NBA og varð meistari í fyrra Matt Barnes fékk sér jónu fyrir fullt af leikjum í NBA-deildinni á lokastigum ferilsins. Körfubolti 31. maí 2018 09:00
Fyrrum þjálfari Curry kennir á þjálfaranámskeiði KKÍ Um helgina fer fram þjálfaranámskeið á vegum KKÍ og FIBA Europe sem haldið er á Ásvöllum í Hafnarfirði. Aðalfyrirlesarinn er ekki af verri endanum. Körfubolti 30. maí 2018 12:30
Þegar Alabama verður meistari þá verður LeBron meistari Í aðdraganda úrslitanna í NBA-deildinni grafa menn upp alls konar tölfræði en tölfræðin hjá LeBron James og ruðningsliði Alabama-háskólans er ansi skemmtileg. Körfubolti 30. maí 2018 06:00
Sjáðu múrsteinahleðslu Rockets á 88 sekúndum Houston Rockets setti vafasamt met í NBA-deildinni í nótt er liðið klúðraði 27 þriggja stiga skotum í röð. Aldrei hefur annað eins sést í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Körfubolti 29. maí 2018 16:30
Golden State er sigurstranglegasta liðið í lokaúrslitum NBA í sautján ár NBA-meistarar Golden State Warriors tryggðu sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna sjöunda leikinn á móti Houston Rockets. Körfubolti 29. maí 2018 12:30
Magnaður sigur Golden State og meistararnir í lokaúrslitin Mæta LeBron James og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum fjórða árið í röð. Körfubolti 29. maí 2018 07:30
Tryggvi byrjaði úrslitakeppnina á sigri Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia byrjuðu 8-liða úrslitin í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á sigri á Gran Canaria í kvöld. Körfubolti 28. maí 2018 20:04
Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Körfubolti 28. maí 2018 17:15
Spilar á móti pabba sínum næsta vetur Jón Arnór Sverrisson ætlar að spila með Njarðvík í Domino´s deild karla í körfubolta á næsta tímabili og er því kominn aftur til síns æskufélags. Körfubolti 28. maí 2018 16:00
Tryggva líkt við OKC-stjörnu í ítarlegri umfjöllun fyrir nýliðavalið Tryggvi Snær Hlinason er í 75. sæti yfir 100 bestu leikmennina í nýliðavalinu. Körfubolti 28. maí 2018 11:30
Ólöf Helga tekur við meisturum Hauka Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir tekur við meistaraliði Hauka. Körfubolti 28. maí 2018 10:00
LeBron í úrslit áttunda árið í röð | Myndbönd Cleveland Cavaliers hafði betur gegn Boston Celtics í oddaleiknum í Boston. Körfubolti 28. maí 2018 07:03
Golden State náðu í oddaleik Meistararnir í Golden State Warriors knúðu fram oddaleik þegar liðið sigraði Houston Rockets með 29 stiga mun. Körfubolti 27. maí 2018 09:00
Ingvar hættur með Íslandsmeistarana Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Dominos-deild kvenna, er hættur sem þjálfari liðsins. Körfubolti 27. maí 2018 07:00
LeBron James með 46 stig þegar Cleveland knúði fram oddaleik Með sigrinum jafnaði Cleveland einvígi liðanna og fer oddaleikur fram í Boston næsta sunnudag. Körfubolti 26. maí 2018 09:00
Borche verður áfram í Breiðholtinu Borche Ilievski mun halda áfram að þjálfa ÍR á komandi tímabili í Domino's deild karla. Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR staðfesti þetta við Karfan.is fyrr í dag. Körfubolti 25. maí 2018 12:52
Arnór gengur til liðs við Blika Breiðablik verður nýliði í Domino's deild karla á næsta tímabili. Liðið hefur safnað að sér leikmönnum á síðustu dögum og í dag samdi Arnór Hermannsson við félagið. Körfubolti 25. maí 2018 11:30
Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Körfubolti 25. maí 2018 07:15
Hilmar til liðs við Blika Hilmar Pétursson mun spila með Breiðabliki á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu Haukum. Körfubolti 24. maí 2018 09:45
Celtics tók forystuna á ný Boston Celtics endurheimti forystuna í úrslitum austurdeildarinnar í nótt með 96-83 sigri á Cleveland á heimavelli. Körfubolti 24. maí 2018 06:47