Körfubolti

Kristinn snýr aftur heim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kiddi er kominn aftur heim í Hauka.
Kiddi er kominn aftur heim í Hauka. vísir/vilhelm
Kristinn Marinósson er farinn aftur heim og leikur með uppeldisfélaginu, Haukum, í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Karfan greinir frá.Kristinn hefur leikið síðustu tvö tímabil með ÍR en í vetur var hann með tæp sjö stig og þrjú fráköst að meðaltali í leik.Hann var þó meiddur fyrri hluta tímabilsins en í samtali við Karfan.is er hann ánægður með að vera kominn heim.„Virkilega spenntur að vera kominn í rautt aftur. Ég skoðaði nokkra möguleika en flottur leikmannahópur sem ég þekki vel, frábær aðstaða og umgjörð og að sjálfsögðu mínir menn í Maníunni vógu þungt í minni ákvörðun,” sagði Kristinn.Finnur Atli Magnússon mun ekki leika með Haukum á næstu leiktíð og Hilmar Pétursson er farinn í Breiðablik. Hilmar Smári Henningsson er snúinn aftur heim í Hauka frá Þór Akureyri.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.