Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Gluggagægir kom til byggða í nótt

Gluggagægir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.

Jól
Fréttamynd

Skyrgámur kom til byggða í nótt

Skyrgámur er áttundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var ægilegur rumur sem þefaði upp skyrtunnur og át þar til hann stóð á blístri.

Jól
Fréttamynd

Skrautáskorun úr pappír

Hjörtu og hjartakeðjur úr pappírsrenningum eru fljótlegt föndur fyrir krakka og setja afar jólalegan svip á glugga eða herbergi hengt upp í miklu magni.

Jól
Fréttamynd

Alltaf aukadiskur og extrastóll

Ewa Kromer er ein þeirra fjölmörgu Pólverja sem sest hafa að á Íslandi og halda í sínar jólahefðir frá heimalandinu. Þar sem Ewa er kaþólsk fer hún í Landakotskirkju í messu á aðfangadagskvöld en fyrst ber hún fram dýrindis máltíð sem samanstendur af rauðrófusúpu og margs konar fiskréttum.

Jól
Fréttamynd

Mikilvægt að opna sig

Jólin eru fjölskylduhátíð og þeim fylgja miklar væntingar. Einmitt þess vegna geta þau reynst þeim sem standa í erfiðum sporum kvíðvænleg og þungbær. Það veit áfengis- og vímuefnaráðgjafinn Guðrún Björg Ágústsdóttir en hún aðstoðar meðal annars foreldra barna í neyslu og þekkir erfiðleika.

Jól
Fréttamynd

Jólatréð í forgrunni

Jana Rut Magnúsdóttir er mikið jólabarn og skreytir mikið. Hún hefur gaman af því að skreyta jólaborð en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir matinn. Þessi borðskreyting er innblásin af jólatrénu og öllu því sem fylgir.

Jól
Fréttamynd

Hurðaskellir kom til byggða í nótt

Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.

Jól
Fréttamynd

Askasleikir kom til byggða í nótt

Askasleikir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stal öskum fólks, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir.

Jól
Fréttamynd

Sykurlausar sörur hinna lötu

Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem heldur úti kökublogginu Dísukökur, bakar alltaf sykurlaust. Hún rakst á uppskrift að sörum hinna uppteknu fyrir einhverjum árum og ákvað að útbúa sykurlausa útgáfu sem slegið hefur í gegn.

Jól
Fréttamynd

Umstangið á aðfangadag í lágmarki

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best.

Jól
Fréttamynd

Aldrei verið einmana á jólanótt

Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin.

Jól
Fréttamynd

Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla

Hulda Sigurjónsdóttir kennir heimilisfræði við Garðaskóla. Í desember fá nemendur að spreyta sig á smákökubakstri og ilmurinn af kökunum skapar mikla jólastemmingu í skólanum. Súkkulaðibitakökurnar slá alltaf í gegn.

Jólin
Fréttamynd

Jólafrómas að færeyskum hætti

Söngkonan Hjördís Ásta Þórisdóttir heldur jólin í foreldrahúsum og hennar hlutverk er að útbúa jólafrómasinn eftir uppskrift frá Færeyjum. Þessi jól eru sérstök því Hjördís var að gefa út jólalagið Vetur sem var í nær áratug í undirbúningi.

Jólin
Fréttamynd

Þvörusleikir kom til byggða í nótt

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Jól
Fréttamynd

Jólaþorp úr mjólkurfernum

Tómar fernur eru fyrirtaks efniviður í föndur. Þær eru úr stífum pappa sem klippa má í ýmis form og yfirleitt er nóg til af þeim á hverju heimili. Lagið á fernunum býður sérstaklega upp á að forma úr þeim hús með hallandi þaki.

Jól
Fréttamynd

Jólatrén fimm þegar mest var

Ásrún Aðalsteinsdóttir gengur alla leið í skreytingum um hver jól. Hún er komin í bann þegar velja á jólatré eftir að hífa þurfti tréð eitt árið inn um svalirnar. Hún safnar bollastellum og ýmsum gömlum munum og stillir upp litlum sviðsmyndum um allt hús.

Jól