Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Sparkaði ekki í bolta í rúma tvo mánuði en það dugði ekki til

Margrét Lára Viðarsdóttir, aðalmarkaskorari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður ekki með í lokaleikjum íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Þetta eru leikir á móti Norður-Írlandi og Noregi og þar geta íslensku stelpurnar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Það er mikið áfall fyrir landsliðið að vera án markadrottningarinnar í þessum mikilvægu leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day.

Íslenski boltinn