Sveindís Jane: Við stóðum okkur virkilega vel í dag Sveindís Jane Jónsdóttir var eins og liðsfélagar sínir svekkt með niðurstöðuna eftir EM. Hún þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiks en hafði átt skalla í slá í fyrri hálfleik. Leikurinn endaði 1-1 og Ísland á leiðinni heim eftir góða frammistöðu í heild. Fótbolti 18. júlí 2022 23:30
Gylfi Þór mætti aftur á leik Íslands: Knúsaði og kyssti frænku sína Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á leik íslenska kvennalandsliðsins til að styðja við bakið á liðinu og þá sérstaklega frænku sinni, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Farbann Gylfa Þórs er útrunnið og lögreglan í Manchester vill ekki gefa upp hvað gerist næst. Fótbolti 18. júlí 2022 23:16
Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. Fótbolti 18. júlí 2022 23:00
Fyrirliðanum fannst Ísland ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammistöðu kvöldsins „Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Fótbolti 18. júlí 2022 22:45
Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. Fótbolti 18. júlí 2022 22:35
„Skildum allt eftir út á vellinum“ „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland. Fótbolti 18. júlí 2022 22:33
Amanda Andradóttir: Við vildum alltaf vinna Amanda lék sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld gegn Frakklandi. Hún er yngsti leikmaður mótsins í ár og kom inn af miklum krafti í leikinn. Sport 18. júlí 2022 22:20
„Tek mikinn lærdóm og reynslu með mér“ „Það var þungt yfir hópnum, þetta var mjög svekkjandi. Markmiðið var að komast áfram en það tókst ekki,“ sagði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands á EM kvenna í fótbolta í kvöld. Fótbolti 18. júlí 2022 22:10
Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Fótbolti 18. júlí 2022 22:04
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. Fótbolti 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. Fótbolti 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. Fótbolti 18. júlí 2022 21:15
Belgía í átta liða úrslit Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fótbolti 18. júlí 2022 21:05
Zinchenko á leiðinni til Arsenal Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir. Enski boltinn 18. júlí 2022 20:01
Valgeir Lunddal og félagar aftur á toppinn Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland. Fótbolti 18. júlí 2022 19:15
Treysta sér ekki á leikinn vegna hitabylgjunnar Íslendingur sem staddur er í Lundúnum segir hitann í borginni hreinlega óbærilegan. Hann á miða á mikilvægan landsleik í kvöld en treystir sér ekki á hann. Erlent 18. júlí 2022 18:51
Mikil spenna á íslenska stuðningsmannasvæðinu fyrir leik dagsins Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum. Svava Kristín Grétarsdóttir tók út stemninguna. Fótbolti 18. júlí 2022 18:10
Sex breytingar á byrjunarliði Frakklands Byrjunarlið Frakklands fyrir leik kvöldsins í leiknum mikilvæga í D-riðli Evrópumóts kvenna er töluvert breytt liðinu sem hóf leikinn gegn Ítalíu á dögunum. Alls eru sex breytingar á byrjunarliði liðsins. Fótbolti 18. júlí 2022 18:00
Liðið klárt fyrir leikinn erfiða gegn Frakklandi: Tvær breytingar á annars góðri vörn og ein í fremstu línu Þorsteinn Halldórsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í D-riðli EM kvenna í fótbolta. Frakkland hefur unnið báða sína leiki til þessa og ljóst að stelpurnar okkar eiga ærið verkefni framundan. Fótbolti 18. júlí 2022 17:33
Íslendingarnir elskuðu að láta sprauta yfir sig í hitanum í Rotherham: Myndir Það var steikjandi hiti á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham þar sem íslensku stuðningsmennirnir komu saman í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum. Fótbolti 18. júlí 2022 16:45
Þrettánfaldir úkraínskir meistarar krefja FIFA um sjö milljarða í skaðabætur Úkraínska knattspyrnufélagið Shaktar Donetsk hefur krafið alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um tæpa sjö milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Félagið segist hafa orðið af tekjum eftir ákvörðun FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að segja upp samningum sínum við úkraínsk og rússnesk lið eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fótbolti 18. júlí 2022 16:30
Fertugur Zlatan framlengir við AC Milan Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Ítalíumeistara AC Milan. Fótbolti 18. júlí 2022 16:00
Segir að stelpurnar verði að þora í kvöld Landsliðsþjálfarinn biður um hugrekki frá sínum leikmönnum í leiknum mikilvæga á móti Frakklandi á EM í Englandi í kvöld en þar ræðst það hvort íslenska liðið komist í átta liða úrslit keppninnar. Fótbolti 18. júlí 2022 15:31
Bara gerst einu sinni og það var fyrir 5.511 dögum 16. júní 2007 var merkilegur dagur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu en þá vann landsliðið sigur á Frökkum í undankeppni EM. Fótbolti 18. júlí 2022 14:31
Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Enski boltinn 18. júlí 2022 14:02
„Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður að spila fótbolta í þessu“ Rauð hitaviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi þar sem allt að 40 stiga hita er spáð. Íslenska kvennalandsliðið á leik í dag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna hitans. Gera má ráð fyrir erfiðum leik í kvöld gegn Frökkunum en íslenska liðið er tilbúið í slaginn. Sport 18. júlí 2022 13:32
Sjáðu Halldór skrifa kveðjubréf Heimis, dramað í Keflavík og magnað mark Sveins Margeirs Það var nóg um dramatík, frábær mörk og fjör í leikjunum fimm í Bestu deild karla í fótbolta um helgina. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 18. júlí 2022 13:30
Glódís Perla um rauða hitaviðvörun: Jafnheitt fyrir alla út á velli Leikur Íslands og Frakklands í Evrópukeppninni í Englandi í kvöld fer ekki fram við eðlilega enskar aðstæður hvað þá íslenskar. Fótbolti 18. júlí 2022 13:01
Tjá sig ekki fyrr en Gylfi verður ákærður eða laus allra mála Lögreglan í Manchester ætlar ekki að tjá sig frekar um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, fyrr en hann verður ákærður eða laus allra mála. Farbann Gylfa rann út á laugardaginn en ekki hafa fengist svör um hvort það hafi verið eða verði yfir höfuð framlengt. Innlent 18. júlí 2022 12:51
Víkingur gæti mætt pólsku meisturunum og Blikar á leið í langt ferðalag Drátturinn í þriðju umferð forkeppni Smabandsdeildar Evrópu fór fram í dag. Íslensku liðin tvö, Víkingur og Breiðablik, eiga erfið verkefni fyrir höndum takist þeim að sigra viðureignir sínar í annarri umferð. Fótbolti 18. júlí 2022 12:44