
Neyðarlínan
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni?